Skírnir - 01.01.1940, Page 152
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
149
Hann sýnir ljóslega fram á, að það sé engin heilbrigð
ástæða fyrir því að ætla, að nýlendubúar hafi þjáðst
vegna veðurfarsbreytingar. Auk þess gat sú breyting
orðið yfirleitt til batnaðar. Hafi t. d. hafísinn aukizt við
strendurnar, gat það verkað illa bæði á siglingar og
landbúnað, en því til uppbótar mun þá veiði hafa auk-
izt að miklum mun. Því að í íshafslöndunum er það
langtíðast að því meiri sem ísinn er, því meira er um
veiði og því auðveldara að ná henni. Því var það að strax
í byrjun, meðan búskapurinn var sem mest stundaður,
höfðu landnemarnir þó veiðistöðvar langt norður frá.
Auk þess sem Nansen var miklu lærðari maður en Eg-
ill Þórhallason, hafði hann að minnsta kosti að einu leyti
betri aðstöðu til að hrekja hina gildandi skoðun um það,
hvernig Grænlendingarnir hurfu. Egill var trúboði frá
íslandi, þar sem ekkert er um stór veiðidýr. Hann starf-
aði fyrir trúmál og kom frá landi, þar sem mestmegnis
er stundaður landbúnaður, og var þess vegna fjarri því
að vera nokkur veiðimaður. Nansen var þaulvanur veiði-
maður og vel að sér í þeirri grein.
Nansen var ekki aðeins reyndur veiðimaður, heldur
þekkti hann einnig veiðimenn meðal Eskimóa, og biður
hann menn að íhuga það, á hverju fvar Bárðarson byggi
t»að álit sitt, að Eskimóar hafi strádrepið hina norrænu
íbúa Vestribyggðar.
fvar Bárðarson var ekki Grænlendingur, heldur norsk-
ar maður, er um nokkurt skeið hafði umsjón með eign-
um biskupsstólsins í syðra héraðinu. Hann hefir ekki
haft fullan skilning á grænlenzkum efnum. Syðri ný-
lendan hafði lítið samneyti við Eskimóa, samanborið við
uyrðri nýlenduna.
Um nokkurra ára bil hafði enginn maður komið til
syðri byggðarinnar norðan úr nyrðri byggðinni. Þeir
höfðu enga ástæðu til þess að vera að ferðast þangað
suður nema til þess að ná í varning frá Evrópu, en vér
yitum, að mjög hafði dregið úr verzluninni fyrir þann
Uma. En á hinn bóginn var þeim nauðsyn á að leita