Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 155
152
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
tíma, enda vissu menn um það á íslandi, ennfremur í
Noregi og Vatikaninu, þó að það sé ekki skjalfest; það
er einnig mjög líklegt, að þegar skjalasafn páfastólsins
hefir verið nógu vel rannsakað og skrásett, komi í ljós
ýms f) liri skjöl aðgengileg til rannsóknar. En hvað sem
um það er, ef ekki á tímum ívars Bárðarsonar, þá að
minnsta kosti ekki löngu síðar, hafa íbúar Vestribyggð-
ar hætt við landbúnaðinn og gefið sig eingöngu að veiði-
skap. I því skyni fluttu þeir sig auðvitað norður á bóg-
inn, smám saman eða þá að heilir hópar tóku sig upp í
einu og héldu saman. Þeir höfðu vitað það öldum saman,
að meira var um veiðiföng þar norðurfrá.
Nansen bendir á, eins og Egill Þórhallason, í fyrsta
lagi að Svartidauði muni ef til vill aldrei hafa borizt til
Grænlands, og í öðru lagi, að ef hann hefði borizt þang-
að, hefðu hinir innfæddu menn ekki síður hrunið niður
en innflytjendurnir. Hann er einnig sammála Agli um,
að það hafi verið evrópskir sjóræningjar, en ekki Eski-
móar, sem herjuðu á andnesjum, en komust ekki inn í
fjarðarbotnana. Hann segir einnig, eins og Egill, að það
sé fjarstæða að ætla, að Eskimóar hafi hernumið fólk
til þess að gera það ánauðugt, þó að það mætti vel ætla
Evrópumönnum á þeim tímum. Enn þá fjarstæðara væri
að ætla Eskimóum (þó að það væri vel ætlandi Evrópu-
mönnum), að þeir færi að skila aftur hernumdu fólki,
sem páfinn segir, að gert hafi verið.
Egill Þórhallason byggir álit sitt á þessum málum á
heilbrigðri skynsemi og almennri söguþekkingu. Nansen
átti þess kost að byggja ályktun sína á skjölum, því að
hann vissi, að árið 1432 gerði Henry VI. Englandskon-
ungur samning við frænda sinn, Eirík af Pommern, sem
þá réði ríkjum á Norðurlöndum, að ensk skip, sem hefðu
fengið leyfi til þess að fara ránsferðir á hendur óvina-
þjóðunum, skyldu skila aftur þeim hernumdu mönnum,
er þeir hefðu tekið í lýðríkjum konungsins. Meðal þess-
ara lýðríkja var bæði ísland og Grænland. Hér höfum
vér þá konunglega enska staðfestingu á því, að þessar