Skírnir - 01.01.1940, Side 156
Skírnir
Hvernig eyddist byg-gð íslendinga
153
ránsferðir hafi Evrópumenn gert, en ekki „Skrælingjar",
eins og Nikulás páfi V. segir.
Þar sem Nansen fer lengra en Egill Þórhallason í deil-
unni um það, hvort norræni stofninn á Grænlandi hafi
algerlega liðið undir lok eða ,ekki, samkvæmt því sem
haldið hefir verið fram frá Egede til Nörlunds, byggir
hann skoðun sína aðallega á skjalfestum heimildum. Hið
eina, sem Nansen getur ekki hrakið í þessu sambandi, er
sú staðhæfing Nörlunds, að merki um beinkröm, sem
fundust á beinagrindum í Herjólfsnesi, sé sönnun þess
að hinn norræni kynstofn á Grænlandi yfirleitt hafi liðið
undir lok að nokkru leyti vegna skorts á næringarefnum.
Vér fylgjum því þessu máli fram eftir að Nansen leið,
í því skyni að sýna fram á, að þó að Nörlund kunni að
hafa haft rétt fyrir sér í sambandi við uppgröftinn á
Herjólfsnesi, og að svipað hafi getað átt sér stað á stöð-
um, þar sem eins hagaði til, að auðveldast var að verzla
við erlend kaupför, þá sé ályktun hans röng um þau hér-
uð Grænlands, þar sem íbúarnir stunduðu að miklu eða
Öllu leyti veiðar á tímabilinu 1400—1500.
Nörlund byggir álit sitt á því, að Norðurálfubúa skorti
næringarefni með því að lifa af keti einvörðungu, þó að
svo sé ekki um Eskimóa.
Það var sannað í leiðangrum þess, er þetta ritar, árin
1906—1918, að hver sá, er reyndi til þess, var eins
hraustur og heilbrigður með því að lifa eingöngu af fæðu
úr dýraríkinu og vatni eins og hann hafði nokkurn tíma
verið með því að lifa af allt öðrum fæðutegundum. Með-
þessara manna voru ekki einungis menn frá ýmsum
þjóðum Norðurálfunnar, heldur einnig menn frá Suður-
hafseyjum. Það er kunnugt annarsstaðar frá, að Negrar
þrífast eins vel af keti eingöngu eins og Eskimóar eða
hvítir menn.
Ef litið er yfir söguna í sambandi við matarhæfi
^anna eða þær matartegundir, sem mannfræðin sýnir
aÚ þeir hafi haft aðgang að, kemur í ljós, að í ýmsum
löndum með mismunandi loftslagi, bæði fyrr og síðar