Skírnir - 01.01.1940, Side 157
154
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
og eins nú á dögum, hefir mikið af fólki lifað á fæðuefn-
um, sem að litlu eða engu leyti voru úr jurtaríkinu, án
þess að vart yrði nokkurs næringarefnaskorts. Engin vís-
indagrein er eins örum breytingum háð og næringarefna-
fræðin, og þó stenzt líklega einna sízt sú kennisetning henn-
ar, að fæðan þurfi að vera fjölhæf og nákvæmlega saman-
sett til þess að menn geti haldið eðlilegri heilsu. Reynslan
er sú, eins og flestir mannfræðingar hafa fyrir löngu
verið sannfærðir um og fæðuefnafræðingar eru nú farn-
ir að komast að raun um, að menn geta haldið eðlilegri
heilsu með því að lifa eingöngu á jurtafæðu, að menn
geta haldið eðlilegri heilsu með því að lifa eingöngu á
ketmeti og að menn geta haldið eðlilegri heilsu með því
að lifa á þessu hvorutveggja samtímis.
En hvað sem um það er, þá bendir ekkert í þá átt, að
fólk, sem lifði eingöngu á ketmeti, hefði síður átt að
halda eðlilegri heilsu en það, sem notaði, til viðbótar
ketmetinu, þess konar matvörur, sem fluttar voru frá
Evrópu til Grænlands á miðöldunum.
Þetta er almenn greinargerð um heilbrigði manna.
En ef farið er út í einstök atriði, eins og t. d. beinkröm,
má vitna í rannsóknir samlanda Nörlunds, Alfr. Bertel-
sen, er sýna það, að þessi veiki er tiltölulega algeng hjá
þeim dönsku fjölskyldum í Grænlandi, er lifa að miklu
leyti á fæðu, sem flutt er inn frá Evrópu, og að bein-
kröm er yfirleitt óþekkt meðal þeirra Eskimóa í Græn-
landi, sem enn þá lifa á hinni innlendu fæðu.
Dr. William A. Thomas í Chicago skýrði frá sjúk-
dómi, er starfaði af næringarefnaskorti, í Journal Amer-
íska læknasambandsins, eftir athugunum hans í Græn-
landi og norðan til á Labrador. í Grænlandi ályktaði
hann, að „meðal hins frumstæða, ketetandi fólks verð-
ur hvorki vart við skyrbjúg né beinkröm" og staðfestir
því ummæli Bertelsens. Á Labrador hafa hinir innfæddu
menn svo lengi verið undir áhrifum menningarinnar, að
þeir hafa yfirgefið hið upphaflega matarhæfi sitt og
tekið upp fæðu Evrópumanna. Meðal þeirra fann dr.
Thomas beinkröm „yfirleitt almenna“.