Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 158
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
155
Enn þá nýrri norskur vitnisburður staðfestir hinar
dönsku og amerísku heimildir um beinkröm. Dr. Arne
Höygaard birti í Osló 1937 „Nokkrar rannsóknir um
lífeðlisfræði og skilgreiningu sjúkdóma meðal Eskimóa
í Angmagsalik á Grænlandi. Bráðabirgðaskýrsla“. Hann
segir þar: „Ef til vill var vottur af beinkröm í þremur
litlum börnum í nýlendunni, en enginn í afskekktari
byggðarlögunum“. Af samhenginu sést, að „vottur af
beinkröm“ muni hafa verið hjá þeim fjölskyldum, sem
lifðu bæði á innlendri og evrópskri fæðu; ekkert varð
vart við beinkröm þar, sem ekkert var um evrópska fæðu.
Helzta skýring Nörlunds á því, að Norðurálfubúar í
Grænlandi á miðöldunum hafi þjáðst af beinkröm, er
SU, að þá hafi vantað nægilega mikið af evrópskri fæðu,
og í sambandi við það dregur hann upp mynd af al-
rnennri, lífeðlislegri hrörnun. Þá hefir berklaveiki
áreiðanlega átt að vera með um þessa hrörnun eða þetta
hrun. Það á því ekki illa við að birta það, er dr. Höy-
gaard ritar (í bréfi til mín, dags. 29. júní 1938), að hann
hafi verið að rannsaka berkla í sambandi við matar-
hæfið á Austur-Grænlandi og hafi hann komizt að því,
að þar horfði miklu vænlegar um bata, sem sjúklingarn-
ir lifðu á hinni upprunalegu fæðu, heldur en ef þeir not-
uSu, til viðbótar kjötmetinu, allmikið af kolvetnis-auð-
ugri fæðu. Nú er kornmatur (sem telja má eina kolvetn-
isforðann, sem evrópsk verzlun gat flutt til Grænlands
á miðöldunum) mjög mikilsverður, ef ekki mikilsverð-
astur, í þessu sambandi, en Nörlund álítur, að Norður-
álfubúar á Grænlandi hafi dáið af því að þá hafi skort
hann. Hann telur nauðsynlegt fyrir heilsuna það, sem
Höygaard, eftir rannsóknum sínum, telur skaðlegt í
sama loftslagi.
Að vísu heldur Nörlund því fram, að kolvetni sé nauð-
synlegt Norðurálfubúum aðeins, en ekki Eskimóum. En,
eins og vér höfum tekið fram, er þessi munur á kyn-
flokkunum aðeins ímyndun ein. Sú litla reynsla, sem vér
höfum, bendir til hins gagnstæða — að bætiefni eða kol-