Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 162
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
159
Stefnurnar eru tvær eða skýringarnar á tvo vegu um
þetta atriði, hve mikið ber á evrópskum yfirlitareinkenn-
um, þar á meðal bláum augum og björtu hári. Þeir, sem
álíta, að kynflokkarnir hafi blandazt mjög á miðöldun-
um og- að það sé evrópska menningin, sem hafi liðið und-
ir lok, en ekki mannfólkið, halda því fram, að mikið af
þessum yfirlitseinkennum megi rekja til blóðblöndunar-
innar. Hinir, sem álíta að nýlendubúar hafi fallið fyrir
Eskimóum, halda því fram, að allir evrópskir eiginleik-
ar» eða því sem næst allir, stafi frá blóðblöndun við Ev-
rópumenn eftir að þá Frobisher og Davis leið, sérstak-
lega frá því að Danir tóku við stjórninni, eftir að Egede
kom þangað árið 1721.
Af því að gjöreyðingarmennirnir hafa það betri að-
stöðu að vera fleiri, látum vér hina, blóðblöndunarmenn-
ma, hafa síðasta orðið og klykkjum út með tveim tilvitn-
unum um þetta.
Vér endurtökum hér frásögn Hans Egedes um það, er
nann sá fyrstu árin eftir 1721: ,,Bæði menn og konuT
eru breiðleit og með þykkar varir; þau hafa flatt nef og
eru dökk að yfirlitum. Þó eru sum þeirra aðlaðandi og
Ijós að yfirlitum“.
Til viðbótar frásögn Egedes tökum vér hér upp orð
uorska þjóðfélagsfræðingsins og sagnfræðingsins Eilert
Sundt, sem áður hefir verið nefndur; hann var samlandi
Hans Egedes og dáði hann mjög. I útgáfunni á dagbók-
um Egedes, 1860, skýrir hann ofannefnt atriði þannig:
>>Egede hefir sennilega búizt við að endurþekkja landa
sína, svo að ekki væri um að villast; en vér gleðjumst
bó enn meira yfir hinni óþrjótandi elju hans við að ann-
ast um „villimenn" þá, er hann fann þarna, þegar vér
höfum ástæðu til að ætla, að leifar norsku íbúanna hafi
raunverulega sameinazt Eskimóunum, svo að hann —
au þess að vita, hvað það var, er hann sá — á leið sinni
suður (með austurströnd Grænlands) kom auga á hið
^jarta hár og hin bláu augu landa sinna“.
Ársæll Árnason þýddi.