Skírnir - 01.01.1940, Page 163
Sigurjón Jónsson
Heilbrigðismálaskipun og heil-
brigðisástand hér á landi
fyrir 100 árum
i.
Ef sú kynslóð, sem hné til moldar hér á landi fyrir
100 árum, mætti nú líta upp úr gröf sinni, þá mundi
hún á fátt bera kennsl, sem fyrir bæri í átthögunum,
nema landslagið og heildarsvipinn á sveitinni. Og
samt væri það nú engan veginn óbreytt, þegar að væri
gáð, því að vísast væru nú komnir breiðir vegir eftir
endilangri sveitinni í stað götutroðninganna, sem áður
voru, stærðarbrú á ána — mannvirki, sem mikið hugar-
flug þurfti til svo mikið sem að hugsa sér fyrir 100 ár-
um —, allt eða mestallt þýfið horfið úr túnunum og orð-
ið að rennsléttum grundum, og — síðast en ekki sízt —-
í stað torfbæjanna, sem alls staðar voru í sveitinni á
þeirra dögum og langvíðast voru ekki annað en léleg
hreysi, sem nú þættu ekki boðleg skepnum, auk heldur
mönnum, væru nú allvíða komnar glæsilegar hallir á
þeirra aldargamla mælikvarða; jafnvel á sumum v.erstu
kotunum væru nú húsakynni engu óveglegri en voru í
þeirra tíð hjá kaupmanninum í verzlunarstað sýslunn-
ar. Því að þá var ekki nema einn verzlunarstaður í
sýslu, og í sumum enginn. En nú væru komin kauptún
við hverja vík að kalla, og sums staðar stærðar borgir,
ein þeirra a. m. k., Reykjavík, varla minni né óglæsi-
legri en þeir höfðu hugsað sér „þá miklu Babylon" á
sínum hérvistardögum. Það væri fróðlegt að fara lengra
út í samanburð á ástandinu þá og nú, kjörum fólksins