Skírnir - 01.01.1940, Síða 164
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
161
og hugsunarhætti, en það verður ekki gert hér nema
a. n. 1. á einu sviði, því, er heilbrigðismálin varðar. Verð-
ur reynt að sýna, hvernig þá var ástatt um skipun em-
bættislækna og yfirsetukvenna og annarra þeirra, er
fengust við lækningar á einhvern hátt, hvernig heil-
brigðisástandið var og hvaða sjúkdómar voru algeng-
astir. Samanburðinn við ástandið nú geta svo lesendurn-
ir sjálfir gert.
II.
25. ágúst 1838 bar Jónas Hallgrímsson (skáldið) upp
tillögu á fundi í Kaupmannahafnardeild Hins ísl. bók-
menntafélags, þess efnis, ,,að kjósa nefnd manna og
fela henni á hendur, að safna öllum fáanlegum skýrsl-
um, . . . er lýsa íslandi eður einstökum héruðum þess,
og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsingu
ó íslandi, er síðan verði prentuð út af fyrir sig á félags-
ins kostnað". Nefnd var kosin til að athuga tillöguna,
og lét hún uppi álit sitt á næsta fundi deildarinnar, 24.
sept. s. á. Hún mælti með tillögunni, fundurinn sam-
þykkti hana og kaus 5 manna nefnd til að inna af hendi
tað starf, sem í tillögunni var greint, og var tillögu-
ínaður (J. II.) einn af þeim. N.efndarmönnum kom sam-
um, að byrja m. a. á því, að safna lýsingum allra
sókna á landinu, og í því skyni skrifaði svo nefndin öll-
nm prestum á landinu bréf 30. apríl 1839, gerði þar
grein fyrir málinu og leitaði fulltingis þeirra. Sendi hún
þeim 70 spurningar, er hún mæltist til, að þeir leystu
tír. Telja má, að prestarnir brygðust nokkurn veginn
sæmilega við þessari málaleitun. 184 pr.estaköll voru
þá á landinu. Svör komu úr 177 prestaköllum, og mega
Það í fljótu bragði virðast góðar heimtur. En þegar að
■er gáð, kemur í ljós, að á mörgum aíj svörunum er mjög
Htið að græða og að sum þeirra komu svo seint, að ef sá
skriður hefði komizt á útgáfu íslands lýsingar, sem
vænta má, að til hafi verið ætlazt, mundu þau hafa kom-
ið of seint til að geta orðið notuð. Og svo er r.eyndar enn
n