Skírnir - 01.01.1940, Side 167
164
Sigurjón Jónsson
Skírnir
komu úr á annað borð á árunum 1839—1845. En um
læknishéraðaskipun á þessum árum eru nógar heimild-
ir aðrar. Þá voru um 80 ár frá því, er landlæknir var
fyrst skipaður (1760), og var hann eini læknirinn á
landinu fyrstu árin. Eftir nokkur ár bættust við 2 fjórð-
ungslæknar, vestanlands og norðan. Um aldamótin 1800
voru læknar orðnir 6, og sá sjöundi bættist við 1828 (í
V.estmannaeyjar). Þegar hér var komið (fyrir 100 ár-
um) var læknaskipunin þessi:
1. Landlæknirinn. Hann var jafnframt héraðslæknir
í Gullbringu- og Kjósarsýslu og í Borgarfjarðarsýslu.
Landlæknir var þá Jón Thorstensen (1819—1855).
Hann var þá fyrir nokkrum árum fluttur til Reykjavík-
ur frá Nesi við Seltjörn, en þar höfðu landlæknar búið
þangað til. Reisti hann ,,Doktorshúsið“, sem svo er nefnt
enn í dag og nú er með elztu húsum í Reykjavík.
2. Syðra læknisumdæmi Vesturamtsins. í því voru
Mýrasýsla, Snæfellsness- og Hnappadalssýsla og Dala-
sýsla. Læknir var þar lengst af frá 1807 Oddur Hjalta-
lín, orðinn heilsulítill, er hér var komið (sbr. „hjálpaði
sjúkur til heilsu öðrum“), og er þess getið í lýsingu úr
Hvammsprestakalli í Dalasýslu, sem dagsett er í sept.
1839. En í þeim sama mánuði fékk Oddur lausn frá em-
bætti. 1 stað hans varð danskur maður, Koefod að nafni,
læknir í umdæminu, og sat í Stykkishólmi.
3. Nyrðra umdæmi Vesturamtsins tók yfir Barða-
strandarsýslu, ísafjarðarsýslu alla og Strandasýslu. Þar
var og danskur læknir þessi árin, I. P. Jensen (13/5 1835
til 19/3 1846), sat á ísafirði.
4. —5. Norðlendingafjórðungur allur. Þar var Egg-
,ert Johnsen ,,distriktskirurg“ frá 1832, og bjó á Akur-
eyri. En þegar hér var komið, hafði Jósef Skaftason
nýlega fengið styrk sem „praktíserandi" læknir í vest-
urhluta fjórðungsins, Húnavatnssýslu og Skagafjarðar-
sýslu vestan Héraðsvatna. Var þetta að vísu ekki talið
sérstakt læknishérað fyrr en 1856, en störf læknisins
þar voru, a. m. k. að því er að sjúklingum vissi, að öllu