Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 172
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
169
ins og Sv.eins Pálssonar, sem var farinn að heilsu og lézt
1840, eins og áður var getið, voru þar taldir 4, er höfðu
lækningaleyfi, auk nokkurra, er höfðu aðeins blóðtöku-
leyfi. 1. f Eyvindarhólaprk. (13. jan. 1840) : Magnús
Jónsson, bóndi á Hólakoti, hefir leyfi „frá viðkomandi
fjórðungslæknir til að taka blóð og fjálgrast (sic!) við
sár og óstóra sjúkdóma". — 2. í Stóradalssókn (1840)
er einn „blóðtökumaður og sáralæknir, sem þar til leyfi
hefir haft af viðkomandi chirurgus". — 3. í Krossprk.
(1840) er séra Björn Þorvaldsson talinn hafa lækninga-
leyfi. — 4. f lýsingu úr Hraungerðisprk. (1841) kveðst
presturinn, séra Sigurður Gíslason Thorar.ensen, hafa
..fengizt við lækningar um 30 ára tíma, í fjarlægð réttra
lækna, að leyfi þeirra og tilmælum". — Það er auðséð,
að Skúli Thorarensen, er þjónaði þessu embætti, hefir
verið talsvert örari á lækningaleyfum en embættisbræð-
ur hans annars staðar, en einkum er áb.erandi, hve marg-
ir hafa haft blóðtökuleyfi í héraði hans. Auk þeirra
tveggja, er nefndir voru og höfðu blóðtökuleyfi, auk
nokkru víðtækara lækningaleyfis, eru taldir 5 blóðtöku-
nienn í héraði hans: í Árbæjarprk. (1840) eru taldir 2,
„er leyfi hafa til að opna æð“. í Þingvallaprk. er getið
um 1 blóðtökumann, er landlæknir kenndi að taka blóð
að bón pr.estsins (séra Björns Pálssonar, lýsingin dags.
5. febr. 1840), „og í því trausti er hann þar til brúkaður
í upp á komandi hviðu sjúkdómum“. Enn er talinn 1
blóðtökumaður í Keldnaprk. (1840) og 1 í Breiðabóls-
staðarsókn í Fljótshlíð (1844) ; ekki er þess getið um
bá, hvort þeir hafi haft blóðtökuleyfi, en að líkindum
hefir svo verið. — Úr héraði landlæknis er getið blóð-
tökumanna í Garðaprestakalli („til eru þar blóðtöku-
uienn“) og Fitja- og Lundarsóknum („stöku handlægn-
ii’ menn taka blóð“), en ekki hvort þeir hafi haft blóð-
tökuleyfi, en telja má það líklegt. Enn er getið blóð-
tökumanna í 2 prestaköllum í syðra umdæmi Vestur-
umtsins, eins í Strandasýslu og eins í Tjarnarsókn í
Húnavatnssýslu („tekur presturinn — Ögmundur Sig-