Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 174
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
171
Eyjafjöllum er spurningunni um læknaskipun ekki svar-
að, en í svari við 37. spurningu (um bjargræðisyegi,
hlunnindi o. s. frv.) er þess getið, að kályrkja sé mikil,
einkum „undirjarðarkál“ (líkl. gulrófur), og svo kem-
nr þessi klausa: „Af enni miklu kálbrúkun hafa skottu-
læknar' hér (auðkennt af mér) ímyndað sér, að orsakað-
ist hin mikla innanveiki og vatnssýki, sem hér virðist svo
almenn“ — en presturinn (séra Markús Jónsson) held-
ur þó, að hún orsakist „líklega eins mikið af þröngum
og óhollum húsakynnum og slæmu loftslagi, sem hér er
algengt". — Loks segir í lýsingu úr Selvogsprk.: „Menn
leyfa sér sjálfir að hjálpa hver öðrum í og með því, sem
mögulegt kynni vera“. En vafalaust hafa skottulæknar
verið miklu víðar, því að Schleisner telur skottulækn-
ingar mjög algengar hér á landi litlu síðar en hér var
komið. Orsökin til þess, að þeirra er ekki víðar getið,
má ætla að hafi verið sú, að það gat verið varasamt
fyrir skottulæknana, að í hámælum væri haft um störf
þeirra; það gat sem sé bakað þeim fjárútlát og fleiri
vandræði, ef hinir skipuðu læknar fengju vitneskju um
lækningastarfsemi þeirra, sem prestarnir munu þó yfir-
leitt hafa talið betri en ekki neitt. Þetta kemur berlega
fram í svarinu úr Stærra-Árskógssókn (1839, séra Há-
kon J. Espólín) : „Ei er hér í sókn læknir eður neinn,
sem hafi leyfi til þess, og þótt nokkur vildi leggja sig
þar eftir, mundi tregt um að fá tilsögn eður aðstoð í því
hjá þeim, sem betur eiga að vita í því efni, svo það reyn-
ist hér í sýslu, að þeir, sem til þessa eru vel hæfir, fá
þar fyrir mótföll þung“. Orðalagið útilokar engan veg-
inn, að þarna sé fengizt við lækningar án leyfis, getur
jafnvel vakið grun um, að prestur eigi sjálfur hlut að
máli. — tJr einum 4 prestaköllum er það tekið skýrt fram
°g ótvírætt, að þar fáist enginn við lækningar (Reyni-
vallaprk.: „Enginn hefir hér vit á lækningum“; Staðar-
sókn á Snæfjallaströnd: „Engir eru þar skottulæknarar“;
Óspakseyrarprk.: „Enginn, sem fæst við lækningar, hvorki
með leyfi eða utan leyfis“; Húsavíkursókn: „Ei eru hér