Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 175
172
Sigurjón Jónsson
Skírnir
læknirar settir af konungi og öngvir so kallaðir hlaupa-
læknirar").
Enn hefir ekki verið minnzt á einn flokk heilbrigðis-
starfsmanna: úfskurðarmennina. Úfurinn var talinn mesti
háskagripur. Menn héldu, að úr honum drypi eitur við og’
við, og það svo háskalegt, að næði hann að drjúpa þrisvar,
var talinn bráður bani vís.3) Það var því um að gera, að
skera hann sem fyrst, áður en hann næði að drjúpa, og
var það því oftast gert á börnum, þegar á 1. ári. Má því
telja víst, að fjöldi úfskurðarmanna hafi verið á landinu
um þetta leyti, en ekki er samt á þá minnzt, nema í lýs-
ingum úr 2 prk. Er vísast, að margir prestanna hafi ver-
ið orðnir vantrúaðir á úfskurðinn, er hér var komið, enda
kemur það Ijóslega fram í svari annars prestsins, er á
þetta minnist, séra Jóns Ingjaldssonar í Nessókn í Aðal-
reykjadal. Segir hann, að í sinni sókn og víðar í þessu hér-
aði, inn um Eyjafjörð og austur um Múlasýslur, sé títt
að skera úf úr börnum á 1. misseri og jafnvel á 1. mán-
uði. Lýsir hann áhaldinu (úfklippunum) og aðferðinni
allgreinilega. Er niðurlag kaflans, er hann ritar um úf-
skurðinn, á þessa leið: „Fáheyrt, en þó ei dæmalaust, er
hér um byggðir, að slys eða líftjón hafi hlotizt af hand-
bragði þessu, sem til bar um Eirík Jarl. Ei dylst ég við,
að ég heldur hafi spillt trú þessari hjá sóknarfólki mínu“.
IV.
Önnur spurningin um heilbrigðismál, er prestarnir
fengu til úrlausnar (64. sp.), er á þessa leið:
„Eru þar yfirheyrðar yfirsetukonur eða aðrar, er leyfi
hafa til þeirrar iðnar?“
Nokkru fleiri af prestunum svara þessari spurningu en
hinni fyrri, og eru flest svörin á þá leið, að lítt mundi nú
þykja fyrir þessum málum séð, ef svo væri háttað um ljós-
mæðraskipun sem var fyrir 100 árum. Telja má víst, að
engin „yfirheyrð“ yfirsetukona hafi verið í prk. þeim, sem
ekki svöruðu spurningunni, og kemur þá í ljós, að í þeim
155 prk., er hér ræðir um, hafa ekki verið nema 25, eða í