Skírnir - 01.01.1940, Page 178
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
175
Ætla má og, að sama máli gegni um þau 19 prestaköll (af
áðurnefndum 155 prk.), er ekki svöruðu þessari spurn-
ingu. — í sumum svörunum er heilsufarið talið gott
(,,ósóttnæmt“, „fólk hér hraust og verður gamalt“, „öll
sóttarför væg“, „fólk heilsugott yfir höfuð að tala“, o. s.
frv.), og yfirleitt gætir svo mikillar bjartsýni um heilsu-
farið, að furðu gegnir, og væri alveg óskiljanlegt, ef ekki
væri vitað, að menn voru þá svo illu vanir í þessum efn-
um, að þeim þótti heilsufarið gott, ef ekki gengu skæðar
drepsóttir venju fremur. Þetta verður að hafa í huga, til
þess að geta skilið, að margir prestanna skuli telja heilsu-
farið gott á þeim árum, sem vitað er annars staðar frá,
að sjúkdómar ollu miklu meiri manndauða en verstu sótta-
ár á þessari öld, t. d. 1918.
Nú skulu taldir sjúkdómar þeir, er prestakallalýsing-
arnar nefna og greint nánar frá hverjum einstökum eftir
heimildum lýsinganna, en jafnframt höfð hliðsjón af því,
sem skýrt er frá heilbrigðisástandinu um þetta leyti í bók
Schleisners, þeirri er áður getur, og líka af nokkrum öðr-
um ritum, er að einhverju leyti snerta þetta efni. Sjúk-
dómunum verður hér að mestu raðað eftir því, í hve mörg-
um lýsingum þeirra er getið, því að yfirleitt má gera ráð
fyrir, að þeir hafi verið algengastir, sem oftast eru taldir.
Efst á blaði verður þá gigt (oftast nefnd iktsýki), því
uð hún er oftast talin meðal „almennustu sjúkdóma“, í 49
lýsingum alls; auk þess er talin lcalda í einni lýs., köldu-
sýki í annari og köldusóttartegund í þeirri þriðju, en eins
°g sjá má í „íslenzk sjúkdómanöfn" eftir Sv. Pálsson (Lbs.
703, 8°) og í neðanmálsgrein eftir sama í Lækningabók
Jóns Péturssonar bls. 68—69, voru það „umhlaupandi
kigtarverkir", sem átt var við með þessum heitum. Enn í
óag er það svo, að það, sem almennt er kallað „gigt“, er
ekki skýrt afmarkaður sjúkdómur, en nafnið einatt not-
&ð um ýmis konar vöðva- og taugasjúkdóma og langvinna
°g hægfara liðasjúkdóma, sem menn vita ekki aðrar or-
sakir til, og má nærri geta, að svo hefir ekki verið síður
fyrir 100 árum. Víða er gigtin talin mjög algeng; sums