Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 179
176
Sigurjón Jónssor.
Skírnir
staðar er talið, að flestir hafi hana, og í einu prk. (Breiða-
bólsstað í Vesturhópi) er sagt að hún sé „á öllu fólki“.
1 3 prk. er sagt, að hún fari í vöxt. f einu prk. (Hólmaprk.
í Reyðarfirði) er svo að skilja, sem hún sé einkum á eldra
fólki, en í öðru (Staðarstaðarprk.) er sagt, að hún sé eink-
um á ungu fólki. Schleisner telur líka, að gigtin sé meðal
allra algengustu sjúkdóma á íslandi, og lítill vafi er á, að
hún hefir verið stórum algengari en nú og verri yfirleitt,
þótt enn geti hún leikið suma grátt. Schl. álítur, að or-
sakir gigtarinnar séu hinir tíðu umhleypingar og votviðri,
vosbúð og þröng, sólarlaus og í alla staði óholl húsakynni,
og er sjálfsagt mikið til í því. En vafalítið hefir ekki all-
fátt af því, sem kallað var „gigt“, verið taugaþrautir (neu-
ralgiæ) og taugabólgur (neurites), sem að meira eða minna
leyti hafa stafað af Bi-fjörefnisskorti. Einkum er grun-
samlegt að svo hafi verið, þar sem gigtin var algengust
á ungu fólki. Einnig er líklegt, að handardofinn, sem Schl.
telur mjög algengan, hafi stundum verið af sama toga
spunninn. Þá telur og Schl., að lamanir séu algengar, og
valdi þeim oftast gigt,1) og gæti þetta enn bent til hins
sama. Þó ber þess að gæta, að sumt af lömununum hefir
væntanlega- stafað af limafallssýki (Lepra anæsthetica),
því að svo er að sjá sem hún hafi verið talin til gigtar, en
sjaldan eða aldrei til holdsveiki.4) Slit fyrir tímann og lúi,
vegna þess hvíldarlausa strits og þrældóms, sem allur
þorri manna varð að leggja á sig frá blautu barnsbeini,
til þess að geta haft í sig og á, og það oftast af skornum
skammti, hefir og vafalaust átt drjúgan þátt í því, að
fjölga gigtarsjúklingunum og magna gigtina í þeim enn
meir.
Næst oftast er talið kvef og kvefsóttir, í 43 lýsingum
alls. Vitaskuld hefir kvef gert vart við sig árlega í hverju
einasta prestakalli; að þess er ekki oftar getið stafar vafa-
laust af því, að mörgum hefir ekki þótt jafn algengur
kvilli í frásögur færandi, nema kvefsóttir hafi verið venju
1) Auðkennt af mér.