Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 180
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
177
fremur tíðar og þungar um það leyti, sem lýsingin var rit-
uð. Inflúenza er hvergi nefnd í lýsingunum; munu menn
ekki þá hafa þekkt það nafn á henni, en vanalega talið
hana til kvefsótta, ef til vill stöku sinnum til landfarsótta
(sjá síðar). Merkilegt má það heita, að í lýsingunum frá
1843—1845 (sem að vísu eru miklu færri en lýsingar frá
árunum 1839—1842, svo sem áður greinir) skuli hvergi
sjást merki þess, að jafn svæsin drepsótt hafi geysað hér
og inflúenzan 1843, en hún var svo mannskæð, að Schleis-
ner telur, að full 2000 manns hafi dáið úr henni, enda
fækkaði fólkinu í landinu um 1161 þetta ár. — Næsti in-
flúenzu-faraldur á undan segir Schl. að hafi verið 1834.
Hans er aðeins getið í einni lýsingu, úr Þingvallapresta-
kalli, dags. 5. febr. 1840, og kallaður „þung kvefsótt“. Auk
þess getur Schl. um inflúenzu-faraldra 1816 og 1825. Lýs-
ir hann öllum þessum faröldrum vel og greinilega og er
enginn vafi á, að í öll skiptin hefir verið um „ekta“ inflú-
enzu að ræða. Það eitt kemur ókunnuglega fyrir, að hann
segir, að brjósthimnubólga hafi verið svo tíður fylgikvilli,
nð svo megi að orði kveða, að hún sé sjálfsögð með ís-
lenzkri inflúenzu. Líklega hefir þetta oftast verið lungna-
bólga. Það má og í fljótu bragði virðast undarlegt, er
hann segir, að útlendingar fái ekki þessa ísl. inflúenzu.
Hefir hann það til sannindamerkis eftir héraðslækni í
Vestfirðingafjórðungi um inflúenzuna 1843, að einungis
1 maður hafi sýkzt á skipum, sem Danir voru á, en hver
oinasti þar, sem skipshöfnin var íslenzk, og sömu söguna
segir hann um ónæmi franskra og hollenzkra skipshafna
á fiskiduggum 1834. Vafalaust er þetta rétt hermt, og
Jafn vafalaust, að þetta hefir stafað af því einu, að þess-
ar útlendu skipshafnir hafa verið nýbúnar að hafa veik-
ina, er þær fóru að heiman, og því verið ónæmar í bráð-
ina. — Sumir prestanna taka það fram, að kvefið gangi
einkum haust og vor, en enginn þeirra lýsir kvef-faröldr-
unum að neinu gagni, og aðeins einn þeirra reynir að
Sizka á orsakir kvefsins. Er það séra Sigurður Gíslason
i lýsingu úr Kaldrananesprestakalli. Ætlar hann, að „kvef
12