Skírnir - 01.01.1940, Page 181
178
Sigurjón Jónsson
Skírnir
og brjósterfiði", sem sé algengt þar, „máske ekki orsak-
ist hvað minnst af hafgufum og hráslaga“.
Þriðji tíðasti sjúkdómurinn er landfarsótt. Allur fjöld-
inn af því, sem í lýsingunum er kallað landfarsótt, er
vafalaust taugaveiki (febris tyfoidea, þar á meðal para-
tyfus), enda segir Schl., að íslenzka nafnið á þeirri veiki
sé landfarsótt. í nokkrum lýsingum eru þó önnur nöfn á
henni: slímsótt eða slímsóttir, slensótt, slím- eða slensótt-
(ir), „nervefeber“, „febr. nervosa“, epidemie, epidemiskir
og endemiskir sjúkdómar og yfirfarandi sóttir — getur
verið, að með þessum síðustu sjúkdómsheitum sé líka átt
við inflúenzu, eins og áður er sagt, en hvergi verður það
séð með vissu. Samtals er þessara sjúkdóma getið í 41
lýsingu meðal „almennustu“ sjúkdóma. I lýsingu úr Akra-
prestakalli (Mýrasýslu) 1841 er sagt, að þar hafi lengi
verið „landfarsótt, sem varla mun rangt til getið að sé
sambland flugtaks-, kvef- og slímsóttar" — sjálfsagt
taugaveiki með liðaverkjum, sem lungnakvef hefir oft
fylgt, eins og algengt er, þegar sóttin er þung. Annars er
sóttinni hvergi lýst svo, að neitt sé á að græða, nema helzt
með sumum nöfnunum: „Slímsótt“ bendir væntanlega á
niðurganginn, „slensótt“ og „nervefeber" á taugaeitrunar-
einkennin, sem sóttin hefir í för með sér. Á meiri hluta
lýsinganna verður ekki séð, hvort sóttin var létt eða þung,
en í nokkrum er þess þó getið. Eru þær allar frá árunum
1839—1842, og flestar frá Norðurlandi: tJr Knarrarprk.
(Snæf.) 1842 er landfarsótt talin meðal sótta, er flestir
deyja úr; úr Reynistaðarprk. (Skagaf.) 1842, að margir
hafi látizt úr sótt þeirri, „er læknar kalla slím- og nerve-
feber“; úr Glaumbæjarprk. (Skagaf.) 1842, að eigi all-
fáir hafi úr henni dáið hér og þar; úr Reykjaprk. (Skaga-
f.) 1839, að „slím- og nervefeber“ hafi gengið nokkur ár,
og „margar manneskjur leitt til grafar“. tír Goðdalaprk.
(Skagaf.) er þess getið 1839, að á „næstu árum“ hafi þar
gengið „mannskæð sótt (febris nervosa), sem og so er
kölluð landfarsótt". I lýs. úr Stærra-Árskógsprk. (Eyjaf.)
1839 segir, „að landfarsóttir, sem á þessum árum hafa