Skírnir - 01.01.1940, Side 182
Skírnir
Heilbrig’ðismálaskipun fyrir 100 árum
179
yfir gengið megnar, hafa ekki sneitt hér hjá“. Úr Mikla-
garðsprk. (Eyjaf.) er svo sagt 1840, að „nervefeber" hafi
orðið „yfrið þungur fyrir rúmt 2 árum, á mörgum heim-
ilum, bæði hér í sveit og annars staðar“. Úr Skútustaða-
prk. (Suður-Þing.) 1840: „Landfarsótt hefir nú að und-
anförnu orðið hér flestum að dauðameini“. Loks er í lýs.
úr Kolfreyjustaðaprk. (Suður-Múl.) 1841 talað um „hættu-
lega slím- eða slensótt (febris nervosa), sem undir ýms-
um myndum var að stinga sér hér niður frá 1835—1839“.
— Schleisner segir, að taugaveiki verði árlega vart hér
og þar, og öðru hvoru gangi hún yfir land allt, sem hæg-
fara farsótt; meðal annars hafi slík farsótt byrjað á Suð-
urlandi 1835, og gengið síðan um allt land á næstu árum.
Enn segir hann, að taugaveiki hafi víða orðið vart 1841
og 1842. — I prestaskýrslum um dauðamein árin 1827—
1837 er talið, að 891 hafi dáið úr landfarsótt, eða rúml.
80 á ári til uppjafnaðar (Schl. bls. 37) og svarar það nokk-
urn veginn til þess, að nú dæju árlega að meðaltali um
175 úr taugaveiki. Til samanburðar má geta þess, að 11
síðustu árin,- sem skýrslur eru komnar um, 1926—1936,
dóu 33 samtals úr taugaveiki eða 3 á ári að meðaltali.
Holdsveiki er fjórði sjúkdómurinn í röðinni; er hennar
getið í 33 prestaköllum. Þar að auki er þess getið, að hún
Eafi áður verið í 2 prk., en sé þar ekki, er lýsingin var
gerð (Garðaprk. 1842 — þess þó getið, að 4 hafi dáið þar
úr holdsveiki síðastl. 18 ár — og Flatey á Breiðafirði
1840; þar segir svo: „Fyrrum þótti sem hér til eyja bæri
nieira á hv. en annars staðar. Nú síðan tekið var almennt
UPP, að nota skarfa- og aldingarðakál, hefir ei á þessarí
veiki borið, og enginn er hér nú holdsveikur). Úr 5 öðr-
um prk. er tekið fram, að þar sé enginn holdsveikur, og
nieð því að sérstaklega var spurt um hv., má ætla, að eng-
iun hafi heldur verið talinn holdsveikur í þeim prestaköll-
um, þar sem veikinnar er að engu getið. En nærri má
Seta, að bæði þar og annars staðar hafa margir getað
leynzt með hv. á byrjunarstigi, og þar að auki má telja
vísf, að limafallssjúkir menn hafi óvíða eða hvergi verið
12*