Skírnir - 01.01.1940, Síða 183
180
Sig'urjón Jónsson
Skírnir
taldir með holdsveikum mönnum, heldur meðal gigtsjúkra,
eins og áður eru leidd rök að. — í 3 prk. er talið, að 1
holdsveikur maður sé í hverju, í einu, að þar séu 2, og í
nokkuð mörgum, að hv. sé í „einstöku manneskjum“ eða
„fáeinum", eða að hún sé „sjaldgæf“ eða „sjaldsén“. í
einni lýsingu er sagt, að ekki verði vart við hv. „sem al-
mennan kvilla“, í annari, að hún sé „ekki almenn“, og í
hinni þriðju, að „ekki sé tiltökumál, hve margir hafi úr
henni dáið“. Sums staðar er veikin hins vegar talin tíð:
I Kirkjuvogsprk. (Gullbr.) 1839 er hv. talin „almennasti
sjúkd. á mönnum, sem jafnvel vottast á ungum börnum“.
í Setbergsprk. (Snæf.) 1840 er hv. talin „af sérlegum
sjúkdómum helzt vanaleg“. í Mýraprk. (ísaf.) 1840 er
hv. talin algengust, næst kvefsóttum. f lýs. úr Barðsprk.
í Fljótum 1841 er sagt, að hv. hafi þar „stungið sér nið-
ur frekar en víða annars staðar“. í Dvergasteinsprk. (N.-
Múl.) 1840 er enginn sjúkd. talinn, „utan að holdsv. er
nokkru fjölbærari hér í fjörðunum en héraðinu“. Loks
segir í lýsingu úr Þingvallaprk. (Árn.) 1840, að hv. stingi
sér niður „meir en fólksfjölda svarar“. — Ómögulegt er,
að gizka á fjölda holdsveiks fólks á landinu þessi árin af
þeim upplýsingum, sem þarna er að fá, en víst er, að það
hefir verið margt. Samkvæmt áður nefndum skýrslum
um dauðamein 1827—1837 dóu þau ár 184 úr holdsveiki
(Schl., bls. 37), og við talningu holdsveikra, er biskup lét
prestana gera hvern í sínu prestakalli árið 1837, voru
taldir 128 holdsveikir á landinu. Það svarar til fullra 260
nú í hlutfalli við fólksfjölda, en eins og áður er sagt, eru
allar líkur til að þorra limafallssjúkra hafi verið sleppt
og auk þess flestum eða öllum sjúkl., er höfðu veikina á
byrjunarstigi, svo að augljóst er, að gera verður ráð fyr-
ir mjög miklum vanhöldum í þessu framtali. Þetta verð-
ur enn ljósara, er þess er gætt, hve holdsveikir menn voru
vantaldir í talningum þeim, er fóru fram seint á öldinni,
er öll aðstaða til talningar var þó orðin stórum betri.
Þannig voru aðeins taldir 48 holdsveikir í skýrslum hér-
aðslækna 1889, en þegar Dr. Ehlers ferðaðist hér um fám