Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 185
182
Sigurjón Jónsson
Skírnir
að 7. hver maður á landinu muni vera sullaveikur, og tel-
ur Schl., að það muni sízt of hátt reiknað (bls. 15). Eftir
því hefðu átt að vera hér yfir 8000 sullaveikir fyrir 100
árum. Nú orðið finnst aðeins einn og einn sullaveikissjúkl-
ingur hér og hvar á stangli, og í sumum læknishéruðum
verður sullaveiki ekki vart árum saman; má því telja, að
ekki vanti nema herzlumuninn til þess, að henni verði út-
rýmt til fulls.
Þá kemur barnaveiki og kíghósti. Ég tel þessar sóttir
saman, því að sums staðar verður ekki séð með fullri vissu
við hvora þeirra er átt, en oftast ætla ég að það muni
vera barnaveiki (diphtheria) .7) Þrisvar er talað um and-
arteppuhósta, en það er gamalt nafn á kíghósta, hefir þó
víst stundum líka verið haft um barnaveiki, þegar hún
hefir valdið andþrengslum. í 2 skiptin af þessum þremur
er sagt, að veikin hafi gengið árum saman, og bendir það
frekar á barnaveiki, því að varla kemur það fyrir, að kíg-
hósti gangi árum saman í sömu sveitum, allra sízt, þegar
engum sóttvörnum er beitt, er hafi tafið för hans. í lýs.
úr einu prestakalli (Norðtunguprk. 1840) er sagt, að börn
fái oft „kíg- eða andarteppuhósta" og er þar sjálfsagt átt
við kíghósta, þótt vel geti verið, að um báðar sóttirnar
hafi verið að ræða og presturinn ruglað þeim saman. í
eitt skipti er sóttin eingöngu nefnd angina polyposa, en
það er latneska heitið á barnaveiki, sem læknar notuðu
þá. Tvisvar er hún kölluð andarteppa (ang. polyposa í
svigum annað skiptið), 8 sinnum barnaveiki (einu sinni
ang. polyposa í svigum og einu sinni Catarrhus suffoca-
tivus) og einu sinni barnasóttin. Loks eru í eitt skipti
barnasjúkdómar taldir ásamt landfarsótt og kvefsótt til
„yfirgeysandi sjúkdóma", og er þar vafalaust átt við
barnaveiki eða kíghósta eða — líkast til — hvort tveggju-
Að ekki er getið um þessar sóttir víðar, hlýtur að koma
af því, að nál. engir prestanna hafa talið þær, nema þær
hafi gengið í prestaköllum þeirra, þegar lýsingin var rit-
uð, eða mjög skömmu á undan, því að annars staðar fra
er vitað, að þær voru miklu algengari um þessar mundir