Skírnir - 01.01.1940, Page 187
184
Sigurjón Jónsson
Skírnir
sameiginlegt. Schleisner ætlar (bls. 38), að langflest af
því, sem talið var brjóstveiki, ætti í raun réttri að teljast
til sullaveiki. Vafalaust er þar of-ríkt að orði kveðið, en
hitt samt víst, að sumt af því, sem kallað var „brjóstveiki“,
muni hafa stafað af lungnasullum. Sumt hefir sennilega
stafað af hjartasjúkdómum og sumt af lungnaþembu. I
lýs. úr Valþjófsstaðarprk. (N.-Múl., 1841) er sagt, að
„brjóstveiki (Svindsot)“ fari í vöxt. Þetta er eina skiptið,
sem lungnatæring er nefnd á nafn í lýsingunum. Vitaskuld
hefir samt ekki öll brjóstveiki í þessu prestakalli stafað af
lungnatæringu, og líka hafa lungnaberklar getað komið
fyrir — og hafa sennilega komið fyrir — víðar, þótt þeirra
sé ekki annars staðar getið. En allt, sem vitað er um sóttar-
far á þessum tímum, bendir samt á, að berklaveiki hafi þá
verið sjaldgæf í samanburði við það, sem varð undir lok
19. aldarinnar og hefir verið síðan. Schleisnar telur áreið-
anlegt, að lungnatæring sé afar-sjaldgæf á Islandi (bls. 3),
og aðrir, er um þetta hafa ritað, hafa látið svipaða skoðun
í ljós. — Schleisner segir, að sumir haldi, að orsökin til
þess, að lungnatæring sé svo sjaldgæf hér, sé hin lága loft-
þrýsting (den lave Barometerstand), sem hér sé, og virð-
ist hann ekki telja það með öllu ósennilegt; þó telur hann
líklegra, að orsökin sé annars vegar sú, að íslendingar
borði svo mikið feitmeti (olieholdige Substanser) og
þorskalýsi, hins vegar sú, að Syphilis sé ekki til á íslandb
því að það séu miklar líkur til þess, að sá sjúkdómur geti
valdið bæði lungnatæringu og kirtlaveiki.8) Eg hefi á öðr-
um stað (Eimr. 1937, bls. 28—42) leitt rök að því, að
sennilegasta orsökin til þess að berklaveiki á fullorðnum
var svo fátíð, sem ætla má, að hún hafi verið um þessar
mundir og um langan aldur þar á undan og nokkra ára-
tugi þar á eftir, hafi verið sú, að fjöldi barna hafi smitazt
þegar í fyrstu bernsku og þau ein komizt á legg, er höfða
mestan viðnámsþrótt gegn veikinni.
Þess er vert að geta, að í einni lýsingu aðeins er kirtla-
bólqa „á uppvaxandi og fulltíða fólki“ talin meðal „al-
mennra sjúkdóma", og þessi eina er einmitt lýsingin úr