Skírnir - 01.01.1940, Page 189
186
Sigurjón Jónsson
Skírnir
getur þess, „að hinum dönsku læknum hafi hingað til ekki
hið minnsta tekizt að lina hann“, og sömu söguna um van-
mátt læknanna hafa hinir prestamir að segja, sem vonlegt
var, því að engin ráð þekktust til að lækna hann, og, það
sem verra var, menn vissu engin ráð til að verjast hon-
um. En litlu síðar en hér var komið (1847) var danski
læknirinn Dr. Schleisner, sem oft hefir hér verið nefndur,
sendur hingað til landsins, fyrst og fremst til að kynna
sér ginklofann og leita ráða við honum, og hann fann or-
sakirnar10) og lagði á þau ráð, er dugðu svo vel, að síðan
má heita, að ginklofa hafi ekki orðið vart hér á landi,
hvorki í Vestmannaeyjum né annars staðar. Var Schleis-
ner hinn mesti ágætismaður, og auk Dr. Krabbe, er fann
orsök sullaveikinnar, og Dr. Ehlers, er hafði forgöngu að
rannsókn holdsveikinnar og lagði á ráðin til að útrýma
henni, sá danskra manna, sem heilbrigðismál vor eiga
mest upp að inna.
Tak og flugtaksótt eru nefnd í 9 lýsingum. Ekki verður
alls staðar séð með fullri vissu, hvaða sjúkdómar það hafa
verið, sem þessi nöfn eiga við. Schleisner segir (neðan-
máls á bls. 62), að „tak“ þýði eiginlega stingur, og er það
rétt; heldur hann að með þessu sjúkdómsheiti sé átt við
brjóstverki eða brjósthimnubólgu og ætlar, að þar sem
talað er um taksótta-faraldra, sé átt við inflúenzu, því að
henni fylgi næstum ætíð brjósthimnubólga. Þetta er frá-
leitt rétt. Þótt stundum hafi það ef til vill verið brjóst-
himnubólga, sem kallað var tak, þá mun það langoftast
hafa verið taklungnabólga (pleuropneumonia eða pneu-
monia crouposa), sem kallað var taksótt, og má ætla, að
svo hafi oftast verið, þar sem talað er um taksóttir í presta-
kallalýsingunum. Erfiðara er að segja við hvað er átt með
„flugtaksótt“. Hún er nefnd í 3 lýsingum. í einni er talað
um „tök, er sumir nefna flugtaksótt“. í annari stendur:
„Taksóttir ekki óalmennar, einkum flugtaksóttir“. I þeirri
þriðju (úr Kolfreyjustaðaprestakalli, ritaðri af séra Ólafi
Indriðasyni, sem fékkst við lækningar, eins og fyrr er get-
ið) er flugtaksótt talin sjúkdóma fyrst, næst slím- eða