Skírnir - 01.01.1940, Síða 190
Skírnir
Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum
187
slensótt, og aftan við sjúkdómsheitið er í svigum „febr(is)
rheumat(ica)“. En það er latneska heitið á gigtsótt eða
bráðri liðagigt. Hvort líka er átt við gigtsótt á hinum
stöðunum, eða eitthvað annað, t. d. taklungnabólgu, eða
•ef til vill stingsótt (pleuritis epidemica), verður ekki séð
með vissu, því að svo er að sjá, sem notkun þessa sjúk-
dómsheitis hafi verið nokkuð á reiki. Sveinn Pálsson (1. c.)
lætur það þó þýða gigtsótt. — „Gigtfeber“ er nefndur í
aðeins einni lýsingu, og er þar sennilega um gigtsótt að
ræða.
Kláði er nefndur í 5 lýsingum, og í þeirri sjöttu óbein-
línis, þar sem sagt er-frá laug „með brennisteins málm-
blandaðan smekk“, er „gigtveikt og kláðafullt fólk“ laugi
sig í (Valþjófsstaðaprk. 1840). í lýsingu úr Stöðvarprk.
1839 (eftir séra Magnús Bergsson, föður Eiríks Magnús-
sonar, bókavarðar í Cambridge) er þannig lýst meðferð
á kláða, eins og hún tíðkaðist þar: „Við kláða er almennt
brúkaður smámulinn brennisteinn, fyrst tekinn inn til að
hleypa kláðanum út, síðan hnoðaður út í smjör áborinn,
líka er seyði úr heimulu haft til að þvo kroppinn, og líka
inn tekið í mót kláða. Loks er og túnasveppur, úr hvörj-
um að verður svonefndur kerlingareldur, tekinn og brúk-
aður sem kláðameðal þannig: Að hann er nýr látinn á
vegglægju í hlýju húsi, hvar í hann hleypur ger, og þegar
það hvíta í honum er orðið við grænt og meyrt og mjúkt
sem smjör, er því riðið á kláðann, og sagt eitthvört bezta
meðal við honum“. — Vafalaust hefir kláðinn verið miklu
tíðari en um er getið, fæstir líklega talið hann til sjúk-
dóma fremur en lús, sem auðvitað er hvergi nefnd. Schl.
se&ir, að kláðinn muni vera æði tíður, og að alþýða hafi
áður talið hann vörn við öðrum sjúkdómum. Eftirtektar-
vert er það, að á þeim eina stað, sem kýli eru talin algeng
°g í 3 af 4 lýsingum, sem nefna heimakomu, er líka get-
ið um kláða meðal „almennra sjúkdóma". Náttúrlega get-
Ur þetta verið tilviljun, en það getur líka vakið grun um,
að einatt hafi þarna verið samband á milli: að kýlunum
°g heimakomunni hafi valdið smitanir um rispur eftir