Skírnir - 01.01.1940, Side 193
190
Sigurjón Jónsson
Skírnir
ur varla nokkur vafi leikið á því, að hún hefir verið langt
um útbreiddari; að hann varð hennar ekki víðar var, hef-
ir stafað af sömu orsök og það, að hennar er ekki getið
víðar í lýsingunum, nefnilega þeirri, að hún var ekki tal-
in til sjúkdóma nema hún væri á mjög háu stigi. Og í
prestaköllunum, sem hennar er getið í, hefir hún vafa-
laust verið það. í 2 þeirra er hún að vísu aðeins nefnd,
ekkert lýst, en í lýsingunni úr því þriðja (Hólmaprk. í
Reyðarfirði 1843) segir svo: „Barnasjúkdómur gengur
hér og víða um Austurland,1) sem menn kalla beinkröm
(engelsk sýki); verða börn þessi afllaus, einkum í fótun-
um, sem bogna og vindast alla vega, og deyja þau oftast
úr því. Við þessum sjúkdómi er þorskalýsi álitið gott með-
al“. — Nærri má geta, að mörg börn hafa haft veikina
auk þeirra, sem urðu svona þungt haldin. — Skyrbjúgur
er ekki nefndur nema í 2 lýsingum. Önnur þeirra er úr
Fagranesprk. (Skagafj.s.) 1840; er þar hafísnum kennt
um, „þegar hann liggur við“, og má að sumu leyti til sanns
vegar færa. Hin er úr Grímseyjarprk. 1839; segir að þar
gangi „snertur af so kölluðu Grímseyjarvatni (skyrbjúg)
í ísavetrum; þó eru hvergi nærri eins mikil brögð að því
og áður, meðan matarhæfi var bæði óhollara og óhrein-
legra og skarfakál (sem að vitni lækna er specificum mót
skyrbjúgi) var lítið eða ekkert brúkað. Kálið er nú brúk-
að til matar á öllum tímum ársins, þegar það fæst fyrir
snjó eða klaka.14) — Vafalaust hefir skyrbjúgs orðið vart
langt um víðar. Schl. segir (bls. 48), að hann gangi sem
farsótt við og við, einkum meðal fátækra fiskimanna;
komi slíkir faraldrar oftast upp á Vestfjörðum,15) og á
ári hverju séu þar auk þess einstök tilfelli. f dauðameina-
skránni 1827—1837, sem áður var nefnd, eru 37 taldir
dánir úr skyrbjúg, og er þar væntanlega fremur vantalið
en oftalið.
Hjartveiki er nefnd í einni lýsingu meðal tíðustu sjúk-
dóma, hysteriskir sjúkdómar í annari og móðursýki (hys-
1) Auðkennt af mér.