Skírnir - 01.01.1940, Side 194
Skírnir
Heilbrigðisrr.álaskipun fyrir 100 árum
191
teria) í þeirri þriðju. Loks er á einum stað getið um miltis-
veiki, en hana kallar Dr. J. H. (1. c. bls. 21) ímyndunar-
veiki (hypochondria). Á öllum stöðunum mun vera átt
við sama sjúkdóminn.16) Hér sést enn, hve lítið er að
græða á þessum lýsingum, er um tíðni sjúkdóma er að
ræða, því að Schleisner segir (bls. 4), að hysteri (þ. e.
móðursýki eða taugaveiklun) sé hér óvanalega tíð. Er
engin ástæða til að rengja það, því að bæði benda þær (að
vísu ófullkomnu) læknaskýrslur, sem Schl. hafði til að
vinna úr, á það, og sjálfur segist hann hafa komizt að
raun um það á ferðum sínum.
í 3 lýsingum er getið um tíðateppu á kvenfólki, og í
einni um tíðaóreglu kvenna. Schl. telur, að tíðateppa sé
mjög algeng („usædvanlig hyppig“ bls. 4 og 27). — Aðr-
ir sjúkdómar en þeir, sem þegar hefir verið getið, eru að-
eins nefndir í einni lýsingu hver, og skulu þeir taldir hér
að lokum, svo að engu sé sleppt úr þeirri ófullkomnu mynd
af heilsufarinu hér á landi fyrir 100 árum, sem presta-
kallalýsingarnar sýna. Þeir eru: Kröm (talin meðal tíð-
ustu dauðameina í Knarrarprk., líklega atrofia infantum),
hráslagi (einhvers konar magaveiki, sjá Isl. sjúkdóma-
heiti eftir Svein Pálsson), munnsviði, tannpína, magasúr,
°rrnasýki, harðlífi, höfuðpína, fótaveiki (hefði ef t. v. átt
að teljast með gigt), bakveiki (sömuleiðis), sinaveiki
(óvíst við hvað er átt), eftirburðarsótt (líkl. átt við barns-
fararsótt), brjóstamein, fingurmein, augnsjúkdómar,
sJóndepra og blinda og ellilasleiki.
Þótt sjúkdómatalning prestakallalýsinganna sé svo ófull-
komin, sem raun ber vitni og oft hefir verið minnzt hér
á, má eigi að síður fá í ýmsum greinum sæmilegt yfirlit
sóttarfar og heilbrigðisástand hér á landi fyrir 100 ár-
Uln með samanburði við aðrar heimildir, og hef ég því tal-
ómaksins vert, að vinna úr þeim. I mörgum af lýsing-
unum er og ýmislegan fróðleik að finna í svörum við öðr-
um spurningum. Meðal annars eru í nokkrum þeirra
Sfeinagóðar lýsingar á fólkinu í prestaköliunum, atvinnu