Skírnir - 01.01.1940, Side 195
192
Sigurjón Jónsson
Skírnir
þess og ýmsri háttsemi, skapferli þess, upplýsingu og
áhugamálum, en auðvitað á ekkert af því hér heima.
VI.
Síðasta spurningin, er að heilbrigðismálunum laut, var
þessi:
„Hefir almúgi þar nokkur innlend meðul við sjúkdóm-
um og hvör (t. a. m. lækningajurtir, jarðböð, sjávarböð
og laugar o. s. frv.) ?“
í nálega % lýsinganna (100 af 155) var þessari spurn-
ingu annaðhvort alls ekki svarað, eða tekið fram, að um
ekkert slíkt sé að ræða. Fæstir þeirra presta, er svara
henni, gera annað en telja upp hinar og þessar jurtir og
aðferðir, er notaðar séu til lækninga, en geta þess ekki,
við hvaða sjúkdóma hver um sig sé notuð. Þó eru fáeinir,
sem geta þess, hvaða ráð séu notuð við nokkrum sjúkdóni-
um, og hefir sumra þeirra þegar verið getið; nokkur eru
þó enn ótalin, en með því að þau eru flest lítt merk, og
ekkert þeirra bregður neinu nýju Ijósi á umræðuefnið 1
þessari grein, sem þegar er orðin lengri en ég ætlaði í
fyrstu, læt ég þeirra ekki frekar getið.17)
Athugasemdir og viðaukar.
1) Landlæknisskrifstofan hefir látið gera útdrátt úr þessurn
svörum, er landlæknirinn, Vilmundur Jónsson, hefir góðfúslega
lánað mér. Eru í þessum útdrætti, auk svaranna við þeim spurn-
ingum, er nefndar voru, svör um hlunnindi (37. sp.), íþróttir (56.
sp.) og alidýrasjúkdóma. Aðrar heimildir, sem ég hefi notað, eru
fyrst og fremst ritgerð „Um læknaskipun á íslandi" eftir Dr. med.
J. Jónassen landlækni, í Tímariti Bókmenntafélagsins XI. árg., °g
„Island undersögt fra et lægevidenskabeligt Synspunkt“ af Dr-
med. P. A. Schleisner, Kh. 1849, en þar að auki ýms önnur rit,
sem getið er í hvert sinn, sem eitthvað er eftir þeim haft.
2) Schleisner, sem ferðaðist hér 1847 til að rannsaka ginklof-
ann í Vestmannaeyjum og heilbrigðisástandið í landinu yfirleitt,
segir í áður nefndri bók sinni (bls. 170), að blóðtökumenn séu
nálega í hverri sókn.
3) Sbr. Æfis. Sig. Ingjaldssonar frá Balaskarði, I. bindi, bls. 9.
4) Sjá rit SVeins Pálssonar, íslenzk sjúkdómaheiti: „Limafalls-