Skírnir - 01.01.1940, Page 198
Ritfregnir
GucSmundur Gíslason Hagalín: Virkir dagar. Saga Sœmundar
Sæmundssonar skipstjóra, skráS eftir sögu hans sjálfs I.-----II.
Útgef.: ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík. 1936 — ’38.
GuSmundur Gíslason Hagalín: Saga Eldeyjar-Hjalta, skráð eftir
sögn hans sjálfs. I—II. Reykjavík 1939. Útgef. ísafoldarprent-
smiðja h.f.
Varla getur skemmtilegri lestur en góðar æfisögur. Þær ganga
næst lifinu sjálfu. Þær hafa það fram yfir góðar skáldsögur, að
menn trúa þeim, halda að þær hafi gerzt. Skáldsögur vita menn að
eru að mestu tilbúningur, eins konar hillingar upp af veruleikan-
um og breyta stundum sandauðnum í sjó, klettum og kumböldum
í hús og hallir eða snúa því upp, sem niður sneri. Þær geta verið
til hressingar eða hrellingar, þær geta opnað nýja útsýn yfir lífið
tilgang þess, en vitundin um það, að þær eru hugsmíðar einar
Veldur því, að menn geta sjaldan tekÆ þær jafn alvarlega og æfi-
sögur til leiðsagnar um lífið sjálft. Æfisögur eru að jafnaði annað
hvort sjálfsæfisögur eða ritaðar af öðrum eftir skjölum eða skil-
ríkjum eða munnlegum frásögnum annarra manna um þær per-
sónur, er við söguna koma. Sjúlfsæfisögur eru fyrir þá sök girni-'
legastar til fróðleiks, að höfundurinn getur bezt, ef hann brest-
ur ekki hreinskilni, lýst því, hvernig honum var innanbrjósts hvert
skiptið og hverjar hvatir hans voru, því að ,,hugr einn þat veit,
er býr hjarta nær“ og „hver er sínum hnútum kunnugastur",
e“n gallinn er sá, að hreinskilni er ein hin erfiðasta dyggð og að
löngum sannast orðtækið, að „blindur er hver í sjálfs sín sök“.
Þess vegna verður mörgum að tortryggja sjálfsæfisögu um margt,
er snertir einkamál höfundarins, einkum ef þar verður vart helzt
til mikillar ánægju með sjálfan sig, eða hallað virðist á aði’a. —
Þriðja leiðin er sú, að rithöfundur semji söguna eftir sögn aðal-
Persónunnar sjálfrar, segi söguna í sínu nafni, en haldi orðalagi
heimildarmannssins um öll tilsvör og frásögn að svo miklu leyti,
sem auðið er, en hagi þó verkinu eftir kröfum listarinnar, svo
það verði samræm heild. Þessi aðferð hefir margt til síns
ágætis. Pyrst er það, að með henni má fá æfisögur manna, er
aldrei mundu sjálfir fást til að rita þær og enginn hefir nægar
heirnildir til að rita eins vel og hægt er með því að fá munnlega
írásögn sögupersónunnar sjálfrar. Þá er og Ijóst, að snjall rit-
höfundur og skáld kann margs að spyrja, sem sögupersónunni
13*