Skírnir - 01.01.1940, Síða 200
Skírnir
Ritfregnir
197
„Saga Eldeyjar-Hjalta“ er einhver skemmtilegasta æfisaga, sem
eg hefi lesið. Hún gneistar af fjöri frá upphafi til enda. Þarna
er maður, sem hvert atvik hefir orðið að æfintýri, af þvi að i
honum var sú lyfting, sem allt af leitaði á brattann og aldrei hik-
aði við að tylla á fremstu nöf. Hjalti er ,,Velbergklifrandi“, endur-
borinn. Það var mikið happ, að hann átti aðgang að fuglabjörg-
um, því að saga hans sannar, að þau hafa verið skóli við hans hæfi.
Hann hefir farið að boðorði Bjarna: „Fjöll sýni oss torsóttum
gæðum að ná“. Og hann kann að segja frá því, sem á dagana hefir
drifið. Þegar maður les um för hans upp Hádrang, Jónsskoru,
um Hurðina í Háubælum eða upp á Eldey, situr maður í stólnum
með öndina í hálsinum. Hið brosandi áræði Hjalta heillar hugann
og gerir lesandann að vini hans. Áræði hans og einbeitni breytir
að lokum kaffinu hennar Snjóku í Kerlingardal í freyðandi kampa-
vín. Og á þeirri leið gerist margt sögulegt. Mýrdalur og Vest-
luannaeyjar líða fyrir sjónir lesandans með öllum gögnum og
gæðum, maður kynnist nálega hverjum bát persónulega og ótal
einkennilegum mönnum. Þar morar af skemmtilegum smáatvikum
og skrítlum. Svo berst leikurinn til Suðurnesja og Reykjavíkur og
vér fylgjumst með þeim framkvæmdum mörgum og framkvæmda-
mönnum, sem drjúgan þátt hafa átt í að gera Reykjavík það, sem
hún er. Og annað veifið erum vér á veiðiferðum með Hjalta á
skútu eða togara, eða fylgjum honum til annarra landa til skipa-
kaupa eða annarra framkvæmda, því að margt hefir hann fengizt
við. — En söguna verða menn sjálfir að lesa og elcki sízt ungir
menn og óharðnaðir. Það getur vel verið, að hún verði til þess,
að einhver, sem er álíka munaðai'laus og Hjalti var í æsku, rétti
úr kútnum. —
Guðmundur Hagalín hefir með þeim tveimur æfisögum, sem nú
vei' getið, gerzt merkilegur brautryðjandi i þessari grein bókmennta
vorra og samið verk, er lengi munu standa. Á hann mikla þökk
fyi’ir það, og þó fyrst og fremst söguhetjurnar, sem lifðu því lífi,
sem vert var að minnast, og skiluðu frásögninni um það í góðar
hendur. G. F.
Stephan G. Stephansson: Andvökur. Úrval. Sigurður Nordal gaf
ót. Mál og menning, Reykjavík 1939. 328 bls.
Það var engin vanþörf á því að gefa út úrval úr Andvökum
Stephans G. Stephanssonar. Heildarútgáfan í 6 bindum fæst ekki
lengur í heild sinni og verða því margir að fara hennar á mis.
Hins vegar væri það mikið mein, ef beztu kvæði St. G. St. gætu
okki orðið almenningseign, því að um það verður naumast deilt
^éðan af, að hann er eitt hið mesta og stói'brotnasta skáld, sem
lsland hefir alið, og mun Ijóma sem voldugur viti í aldir fram. —
Kvseðí St. G. St. eru svo mörg og margvísleg, að slíkt úrval sem