Skírnir - 01.01.1940, Side 202
Skírnir
Ritfregnir
199
Hann kann að fara svo með mikið efni í stuttu máli, að yfirsýn
haldist, þó að á margt sé drepið, og hann er, sem kunnugt er, fjöl-
lærður sagnfræðingur, er meðal margs annars hefir gefið út Gyl-
dendals illustrerede Verdenshistorie í 6 bindum og sjálfur ritað þar
marga merkustu kaflana, svo sem sögu Austurlanda, Islams og róm-
verska keisaradæmisins. Nú eru þessir fyrirlestrar komnir út á is-
lenzku í fallegri bók. Efni þeirra er: Um Múhammed og uppruna
Islams, Kóraninn, Gildi íslams sem heimstrúarbrögð, Dulspeki og
dýrlingar i Islam, Heimsríki Islam, Kalífadómurinn, Menning Is-
lams og áhrif hennar á heimsmenninguna, Lönd Islams og þjóðir á
siðari öldum. A eftir koma svo: Athugasemdir og skýringar og
Heimildaskrá. Er hér farið yfir geysimikið og fjölþætt efni, en það
verður skemmtilegt, af því að höfundurinn kann að gera frásögn-
ina lifandi, stikla á stóru steinunum og láta heimildirnar tala. Vér
fáum hér útsýn yfir upptölc og þróun trúarlífs íslams og hinnar
einkennilegu og auðugu menningar, sem af því spratt og hafði
djúptæk áhrif á flestar greinir menningarinnar í Evrópu á miðöld-
um og er enn mikill kraftur í veraldarsögunni. Er meðferð höf-
undar og mat hvervetna mótað af hófsemi, gjörhygli og hlýjum
skilningi á gangi þessa merkilega menningarstraums. Bókin fyllir
mikið skarð í bókmenntum vorum, því að fæstir munu þekkja Islam
nema af „Þúsund og einni nótt“, sem að vísu er ágæt það sem hún
nær, eins og höfundur líka gefur í skyn, en sú blessaða bók verð-
ur nú eflaust lesin af enn meiri skilningi eftir en áður, er menn
hafa af þessu riti lært að sjá hana i sambandi við þá menningu,
sem hún er runnin af. G. F.
Loftur. A play, by Jóhann Sigurjónsson, translated from the Ice-
landic by Jean Young and Eleanor Arkwright with engravings on
■wood by S. Maberly Smith. University of Reading, 1939.
Þessi enska þýðing á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar virð-
ist vera mjög vel gerð, enda er ungfrú Jean Young einkar vel að
sér í íslenzku og hefir verið hér á landi. Þetta er eina enska þýð-
ingin á leikritinu og er mjög vönduð skrautútgáfa, prentuð aðeins
í 105 tölusettum eintökum. Verður hún því fágætur gripur, er bóka-
menn munu girnast. G. F.
Jón SigurSsson. Islands politiske Förer. Et Liv i Arbejde og
^mp. Af Páll Eggert Ólason. Ejnar Munksgaard, Köbenhavn.
Híkisprentsmiðjan Gutenberg 1940. (517 bls.)
Svo sem höfundur getur í stuttum eftirmála, er bók þessi samin
uPp úr hinu mikla ritverki hans: Jón Sigurðsson, I.—V. bindi,
i^eykjavík 1929—1933, sem allskilmerkileg grein var gerð fyrir í
Skírni 1933. Mun láta nærri, að þessi bók sé að lesmáli rúmur
triðjungur þess verks. Er því auðsætt, að hinu mikla efni hefir