Skírnir - 01.01.1940, Síða 205
202
Ritfregnir
Skírnir
er hann færir fram röksemdir sínar fyrir því, að ísland teljist land-
fræðilega til Ameríku, fundur Islands hafi í raun og veru verið
fundur Ameríku, menningarlega sé ísland ekki háðara Evrópu en
önnur lönd i Vesturálfu, — ræðir um Grænland, Vínlandsferðirn-
ar, tildrög landaleita á 15. öld o. s. frv. — En auðvitað er þessi
bók ekki rituð handa Islendingum, heldur lesendum, sem fátt og
lítið vita um efnið. Og þar er margt saman komið, einkum um hagi
og menningu þjóðarinnar nú á dögum, sem nytsamlegt getur verið,
að enskumælandi þjóðir viti deili á. Yfirlitið um sögu íslands í I.
kaflanum er bæði glöggt og efnismikið og samt læsilegt og skemmti-
legt. Minna er sagt frá bókmenntunum, sem II. kaflinn fjallar um,
og alls ekki nema frá fornbókmenntunum. Það finnst mér mesta
eyðan í þessu riti, að hinnar miklu og merkilegu bókmenntastarf-
semi síðari alda skuli varla vera að neinu getið.
En bækur verður yfirleitt að dæma eftir þvi, sem i þeim stend-
ur, en ekki hinu, sem óska mætti, að þar hefði líka verið ætlað
rúm. Því verður ekki heldur neitað, að íslendingar hafa varla sjálf-
ir búið nógu vel í hendur þeim rithöfundum, sem um þá vilja rita
fyrir erlendar þjóðir, en eiga ekki kost á að viða að sér mjög
dreifðu efni. Það er einn af kostum þessarar bókar að minna þjóð-
ina á, hvað hún sjálf á ógert til þess að koma upp greinagóðum
og aðgengilegum ritum um sögu sína og menningu. S. N.
Walter Gehl, Der germanische Schicksalsglaube. Berlin, 1939.
Það er full ástæða til þess að vekja athygli íslendinga á þessu
riti. Efni þess, hin forna forlagatrú, eins og hún kemur fram í
ýmsum myndum, er gagnmerkilegt fyrir hvern mann, sem skilja
vill íslenzkan hugsunarhátt fyrr og síðar. Höfundurinn er efninu
þaulkunnugur, hefir ferðazt um ísland og notar bæði fornar og
nýjar íslenzkar heimildir með góðum skilningi máls og anda. Hann
kann tök á því að sjá viðfangsefni sitt frá almennu sjónarmiði
heimspeki og lífsskoðunar án þess að láta neitt fyrir fram ákveðið
skoðanakerfi villa sér sýn, þegar hann er að skýra heimildirnar
sjálfar og hvað í þeim er fólgið 1 raun og veru. Þetta er ekki nema
fyrri hluti verksins. Síðari hlutinn á að rekja sögu forlagatrúar-
innar, og munu þeir, sem þessa bók hafa lesið, hyggja gott til þess
ao fá hann í hendur.
Eg get ekki stillt mig um að tilfæra hér fáeinar setningar úr
formála bókarinnar: „Það er ekki réttmætt að finna Eddukvæð-
unum og fornsögunum til foráttu, að mönnum sé þar fremui' lýst
eins og þeir ættu að hafa verið en þeir voru í raun réttri, veruleik-
inn geti ekki hafa samsvarað hetjuhugsjónum þeim, sem þar er á
loft haldið. Eru þau verðmæti, sem menn eigna tilverunni, ekki
eins raunveruleg og hún sjálf? Þau eru það, meðan mönnum er
full alvara að viðurkenna þau. Það má meira að segja fullyrða, að