Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 211
208
Ritfregnii'
Skírnir
reglu, er dæma megi aðrar sögur eftir, þær séu miklu ólíkari hver
annarri og með meiri einstaklingseinkennum en oftast hefir verið
talið. Þess vegna þarf að rannsaka og dæma hverja þeirra um sig.
Eflaust kemur þá í ljós, að sumar eru reistar á meiri munnmælum
en Hrafnkels saga og geyma meira sannsögulegt efni, en þó minna
en flestir hafa ætlað. Hins vegar er óliklegt, að sú kenning eigi sér
framar nokkurt verulegt fylgi, að ritararnir hafi skráð sögurnar
óbreyttar eins og þeir heyrðu þær sagðar, úr þvi að rannsóknir af-
sanna það um Hrafnkels sögu, sem þó er betra að muna og segja
en flestar aðrar.
Viða hefir bólað á sömu eða svipuðum skoðunum og Sig. Nordal
heldur hér fram, en þær hafa flestar svifið í lausu lofti á einhvern
hátt. Efnið hefir aldrei verið tekið svo föstum tökum sem í þessari
stuttu ritgerð, og mun hún eflaust marka tímamót i skilningi manna
á fornritum vorum. Eg hefi rakið efni hennar nokkuð rækilega,
sökum þess að upplagið af Islenzkum fræðum er fremur líti$, og
þau komast í fárra manna hendur, en fjöldi manna hefir áhuga á
þessum greinum. Niðurstaðan mun sjálfsagt sæta einhverjum and-
mælum fyrst í stað, þvi að mörgum er illa við, að brigður séu
bornar á söguleg sannindi fornsagnanna, en fremur er það tilfinn-
ingamál en skoðun reist á rökum. Jón Jóhannesson.
Víkingslækjarætt. Niðjatal Bjarna Halldórssonar hreppstjóra.
Skrásett hefir Pétur Zophoníasson. I. hefti. Reykjavík 1939.
Pétur Zophoníasson er án alls efa fróðastur allra núlifandi
manna um íslenzkar ættir á síðari öldum, enda hefir hann helgað
marga stundina um tugi ára rannsóknum þeirra. Fyrsta stórvirki
hans í þeim efnum voru Ættir Skagfirðinga, en rit það, er hann
hefir nú hleypt af stokkunum, er miklu veigameira, svo að ekki
munu önnur prentuð ættfræðirit en Sýslumannaævir komast til
jafns við það eða standa framai'. Höf. lætur formála fylgja þessu
hefti, þar sem hann skýrir frá tildrögum ritsins og tilhögun allri.
Enginn sá, er ekki hefir sjálfur fengizt við ættfræði, getur gert
sér nokkra hugmynd um, hvílíkt geysistarf liggur á bak við þetta
rit. Höf. segir sjálfur, að svo megi heita, að hann hafi varið öllum
tómstundum við samning þess frá nýári 1931 og fram á árið 1936.
Gat hann varla hóflegar að orði komizt, því að mai'gar þær tóm-
stundir mun hann hafa tekið af svefntíma sínum, og mér er kunn-
ugt um, að allt fram að prentun var hann að bæta ritið á einn eða
annan hátt. SVo sem nafnið bendir til, er kjarni bókai'innar niðja-
tal Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslæk (d. 1757), rakið
fram til 1930 og stundum lengra. Auk þess er rakinn beinn karl-
leggur allra manna og kvenna, ei' kvænzt hafa eða gifzt inn í ætt-
ina, svo langt aftur sem auðið er, stundum allt til landnámsmanna.
Mun varla til sá Islendingur, sem ekki finnur þar einhvern frænda