Skírnir - 01.01.1940, Side 213
210
Ritfregnir
Skirnir
munar aðeins fáum dögum, en þó er þetta ekki nákvæmt og getur
valdið alls konar missögnum siðar. Því verður ekki breytt í þessu
riti úr því, sem komið er, en menn ættu að forðast það framvegis.
Það kostar enga sérstaka fyrirhöfn. Þá eru langfeðgatölin. Sum
þeirra eru ákaflega vafasöm, einkum á 14., 15. og 16. öld, og eru
lítið annað en hæpnar ágizkanir. Þessi ummæli eiga ekki að varpa
neinni rýrð á höf. eða heimildarmenn hans, sem sumir hafa varið
miklum hluta ævi sinnar til þess að varpa dálitlu ljósi á myrkustu
tímabil sögu vorrar og afrekað ýmislegt merkilegt í þeim efnum,
en eoli heimildanna, sem eru víða svo hörmulega slitróttar, veldur
því, að sumar ættfærslurnar geta aldrei orðið annað en meira eða
minna sennilegar tilgátur. Með þær verður að fara sem aðrar til-
gátur, er bíða sönnunar eða afsönnunar, en í vísindaritum eiga
þær ekki heima, nema rækilegri grein sé gerð fyrir þeim en hér er
gert. Ættfræði getur skeikað, jafnvel þótt menn haldi sér við bein-
ar heimildir eða óyggjandi likur. Menn, sem rekja ættir að gamni
sínu, en hafa ekki ástæður til að grafast fyrir rætur heimildanna,
flaska oft á þessum ættartölum. Tii þess eru mýmörg dæmi, og er
nú svo komið, að fáir vita, hvar þeir hafa fastan grunn undir fót-
um á því sviði. Það væri mjög þarflegt að hreinsa þar rækilega til,
svo að í ljós kæmi, hvað menn í rauninni vita og hvað ekki. Ef
þetta rit, Víkingslækjarætt, er notað skynsamlega, þurfa þessir
agnúar ekki að koma að sök, og þeir eru smávaxnir hjá kostunum.
Rit, sem ekki þolir, að á því sé sagður löstur jafnt og kostur, er
ekki þess vert að vera lesið. Eg hygg, að „Víkingslækjarætt“ muni
fremur vaxa en minnka við slíka krufningu. Höf. hefði eflaust kos-
ið að láta rækilegri upplýsingar fylgja um hvern mann, ef ástæður
hefðu leyft, og með því, sem hann gerir í þeim efnum, einkum
myndunum, hefir hann tekið langt skref í rétta átt. Læknavísindin
eru þegar farin að taka ættfræðina í sina þjónustu hér á landi, og
í öðrum löndum er henni beitt á fleirum sviðum, t. d. við rann-
sóknir ýmissa glæpa. Margt bendir til þess, að hún geti orðið að
gagnlegum vísindum i framtíðinni, eins og hún var upphaflega,
þótt gagnið verði með öðru móti, en þá veltur mikið á því, að allir
hornsteinar séu sem traustastir. Jón Jóhannesson.
Bjarni Benediktsson: Deildir Alþingis. Fylgirit Árbókar Háskóla
íslands 1934—35 og 1935—36. XII + 460 bls. Reykjavík 1939.
Bjarni prófessor Benediktsson lauk embættisprófi í lögfræði
vorið 1930 með hæstu einkunn, er til þess tima hafði gefin verið,
og höfðu þó margir tekið ágætt próf. Þá fékk hann styrk úr Sátt-
málasjóði til framhaldsnáms, var síðan utanlands um hríð og lagði
stund á stjórnlagafræði. Sumarið 1932 varð kennslustaðan í stjórn-
lagafræði og réttarfari við háskólann laus, og var Bjarni þá sam-
kvæmt einróma tillögum kennara lagadeildar settur prófessor og