Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 215
212
Ritfregnir
Skírnir
til þess fékk nægilegt atkvæðamagn, fékk nú fulltrúa í efri deild.
En aðeins 35 ára gamlir menn voru kjörgengir til landkjörs, og
einungis 35 ára gamlir menn, áttu kosningarrétt til þess. Koma
þar enn fram leifar þeirrar gömlu hugsunar, að efri deild skuli
skipuð rosknari og væntanlega ráðsettari mönnum en neðri deild,
þar sem lágmark kjörgengisaldurs og kosningar var enn 25 ár.
Þessari hugsun er loks alveg varpað fyrir róða með stjórnarskrár-
breytingunni 24. marz 1934, sem nú er í gildi. Þó að deildaskipt-
ingu þingsins sé haldið, þegar fjárlög og fjáraukalög eru frá skil-
in, þá er kosningarréttur og kjörgengi til beggja deilda hinn sami.
Fer því fjarri, að efri deild sé að nokkru hemill á hina deildina.
Það mun reyndar mála sannast, að efri deild hafi lítt eða ekki verið
það síðan stjórnarskrárbreytingin frá 1915 tók gildi, enda munu
flest þau mál, er miklu skipti, hafa verið ráðin í þingflokkum eða
milli þingflokka áður en þau hafa fyrir þingdeild komið.
I III. kafla ritsins, sem geymir höfuðefni þess alls, lýsir höf-
undur þeim réttarreglum, er gilt hafa síðan stjórnarskrá 5. jan.
1874 um skipun deilda alþingis, tölu þingmanna í hvorri deild, þing-
sæti í efri deild, þar á meðal um konungkjörnu og síðan landkjörnu
þingmennina og kjör þeirra, og reglur þær, er nú gilda og áður var
vikið að um skipun efri deildar, og loks nokkur orð um skipun sam-
einaðs alþingis. Skýrir höfundur fyrirmæli stjórnskipunarlaga og
þingskapa um þessi efni og sýnir, hvernig þeim hafi verið beitt. Þá
er rækilega lýst störfum alþingis, lagasetningu, meðferð þings-
ályktunartillagna, fyrirspurna, eldhússdegi o. s. frv., kosningu til
starfa og nefnda, sem alþingi innir af hendi. Er alllangt mál um
atriði þessi flest og rækilega rakin meðferð deilda þingsins (og
sameinaðs alþingis) á þeim.
í bókarlok gerir höf. grein fyrir eðli og þýðingu deildaskipting-
ar alþingis í IV. kafla. Þótt ólíklegt megi þykja, hafa verið uppi
raddir um það, að alþingi Islands ætti að telja til óskiptra þinga.
Var þetta byggt á því, að sameinað alþingi réð og ræður til lykta
lagafrumvörpum, sem deildirnar hafa ekki orðið á sáttar og hvorug
deildin hefir þó fellt. En þótt þessu sé svo varið, þá er þó jafn
ómótmælanlegt, að þingið starfar í tveimur deildum eða málstof-
um, að þær eru jafn réttháar og geta hvor fellt mál, sem hin hefir
samþykkt. Starf í sameinuðu þingi er enn undantekning að lögum,
enda þótt sameinaðs alþingis gæti nú meira en fyrr, þar sem fjár-
lög og fjáraukalög koma nú einungis til kasta þess, og allmikill
fjöldi tillagna til þingsályktunar, vantraustsyfirlýsingar til ráð-
herra, nefndarskipanir o. s. frv. sæta nú einungis meðferð samein-
aðs alþingis. Sú er og skoðun höf., að enn þá verði að telja alþingi
til tvískiptra þinga, enda þótt hann sýni það, að skipting þessi varði
ekki jafn miklu nú sem fyrr, eftir að kjörgengi og kosningarréttur