Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 218
Skírnir
Ritfregnir
215
létt bein, en tiltölulega mikið kjöt. Margt merkilegt kemur út úr
rannsóknum höf., sem hér yrði of langt mál upp að telja.
Höf. hefir m. a. gert samanburð á íslenzku fé og skozka fénu,
«g sýnir sá samanburður greinilega, hve langt við stöndum öðrum
bjóðum að baki í sauðfjái’rækt: Vöðvamagnið á íslenzka fénu er
tiltölulega lítið, samanborið við beinastærðina, fitan safnast aðal-
lega í innýflum ísl. fjárins, í stað þess að vera jafndreifð innan um
vöðva, og er mjög lítil á lærunum samanborið við brezka féð. Yfir-
leitt er sýnilegt, að holdafar íslenzka fjársins er ekki eins og það
þarf að vera til þess að það geti gefið arð, sem sé sambærilegur
við erlendar ræktaðar sauðfjártegundir. Sýnilegt er af mælingum
höfundarins á skozkum kynblendingum, að margt af því, sem ísl.
fénu er áfátt um, ætti að mega bæta með réttri kynblöndun og
liggur hér mikið og merkilegt verkefni fyrir íslenzkan landbúnað,
sem höf. hefir allra manna mesta þekkingu til að leysa. Hann hefir
lagt mikla vinnu og nákvæmni í þessar mælingar sínar, sem er vís-
indalegur grundvöllur undir hagnýtri sauðfjárrækt, en þó að rann-
sóknirnar séu gerðar á brezku fé er auðsætt, að höf. hefir ávallt
haft íslenzka féð í huga, enda gert sérstakar rannsóknir á því til
samanburðar.
Höf. þessa rits er sennilega bezt menntaður í landbúnaði allra
hérlendra manna og kunnur fyrir dugnað sinn. Er vonandi að
stjórnarvöldin gefi þjóðinni tækifæri til að njóta krafta hans með
því að skapa honum nauðsynleg vinnuskilyrði.
Níels Dungal.
Skagfirzk fræði: Asbirningar eftir Magnús Jónsson. Sögufélag
Skagfirðinga 1939.
Þetta er fyrsta bindið af riti þvi, Skagfirzkum fræðum, er Sögu-
félag Skagfirðinga hefir nú með höndum útgáfu á. Á það að verða
1 þrem bindum. Þetta bindi fjallar um meginatburði Sturlunga-
aldarinnar til ársins 1246 og lýkur með dauða þeirra feðga, Brands
Kolbeinssonar og Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss, því að Ásbirn-
lngarnir koma oftast að einhverju leyti við stóratburðina, og oft
standa þeir í fylkingarbrjósti, þar sem bardagahitinn er mestur.
Asbirningar eru eins og Sturlungar hálfgerðir nýgræðingar meðal
höfðingjaættanna. Framan af ber lítið á þeim, en þeir vinna sig
smátt og smátt upp. Þeir eru ekki af ættum hinna fornu goðorðs-
manna og ekki taldir sérlega ættgöfgir, fyrr en að nýju höfðingja-
blóði er veitt inn í ættina. Samt ráða þeir á dögum Kolbeins Tuma-
soilar yfir meztum hluta Skagafjarðarsýslu og Húnavatnssýslu,
°g Kolbeinn ungi virðist eftir Örlygstaðabardaga hafa allan Norð-
^endingafjórðung undir sér, auk þess sem hann hafði mikil ítök í
^estfirðingafjórðungi. Ásbirningarnir, Kolbeinn Tumason, Arnór
hróðir hans og Kolbeinn ungi, eru ljóst dæmi þess, hvaða hæfileik-