Skírnir - 01.01.1940, Page 220
Skírnir
Ritfregnir
217
(íslendingasögu), þegar reynt var að koma á sáttum milli Arnórs
Tumasonar og biskups, vorið 1211: „Bauð Arnór marga kosti
sæmilega, en þó vildi hann eigi, að biskup færi á staðinn, svo að
hann stýrði fleira en klerkum og tíðum“. Sést hér, að Sturla sér
allt frá sjónarhæð þeirra höfðingjanna, sem ef til vill er vorkunn.
En hvernig er hægt að kallá það „sæmilega kosti“, að vera þannig'
gerður ómyndugur á biskupsstóli sínum? Við þetta gerir höf. enga
athugasemd, en vitnar þó í orð Islendingasögu, nema þá að af-
saka Arnór með því, að reynslan hafi sýnt, hve Guðmundur væri
lítt fær um alla fjárstjórn (bls. 54).
Mesta rækt leggur höf. við að lýsa Kolbeini Tumasyni og Kol-
beini unga, enda eru það svipmestu höfðingjarnir meðal Asbirninga
og hinn fyrrnefndi einkar glæsilegur. Ekki er fjarri, að höf. haldi
Kolbeini unga nokkuð fram, enda var honum margt vel gefið,
enda þótt grimmd hans og miskunnarleysi varpi óneitanlega leið-
inlegum skugga á hann. Höf minnist á, að Kolbeinn hafi einn af
höfðingjum Sturlungaaldar aldrei verið í þingum við Noregskon-
ung. Þeir voru raunar fleiri höfðingjarnir á öndverðri Sturlunga-
öld, sem engin mök áttu við konung, en auk þess virðist Kolbeinn
vera að falla í sömu gildruna og aðrir höfðingjar, þegar dauðinn
frelsaði hann. Ekki er annað hægt að ráða af Sturlungu, en þeir
Þórður kakali hafi ætlað að leggja mál sín í gerð Hákonar konungs.
Er eg tók bókina mér í hönd, hlakkaði ég til að fá einhverja
skýringu á hinni miklu goðorðaeign Ásbirninga, hvernig þeir hefðu
að henni komizt. En fram hjá þessu gengur höf. alveg. Hefði
þó verið æskilegt að gera því einhver skil, ef hægt hefði verið, en
sjálfsagt er það hægara sagt en gert.
Verður ekki annað sagt en saga þeirra Skagfirðinganna fari
myndarlega úr hlaði. Var það ritinu hin mesta gifta, að svo góður
fræðimaður og snjall rithöfundur og Magnús Jónsson prófessor
skyldi verða til að semja fyrsta hlutann. Er ég þess fullvís, að
flestum mun þykja bókin skemmtileg, og ekki tel ég ólíklegt, að
ttiai-gan fýsi að lesa Sturlungu í heild, þótt hann hafi áður veigr-
að sér við því erfiði, eftir að hafa heyrt túlkun Magnúsar á Ás-
birningum.
Jóhann Sveinsson frá Flögu.
Finn Tulinius: Árni Helgason og hans Helgidaga-prédikanir.
Köbenhavn 1939. G. E. C. Gads Forlag.
Tvímælalaust hefir Árni stiftsprófestur Helgason verið einna
aðsópsmestur íslenzkra menntamanna úti hér á fyrri hluta 19. aldai'.
Hann var þá líka snemma þjóðkunnur maður sökum gáfna, lærdóms
°g athafnasemi. Verður þó sízt sagt um séra Árna, að hann væri
ttnkið fyrir það gefinn að trana sér fram; því að hann var alla
«fi nijög svo hispurslaus maður og yfirlæti ekki til í fari hans.