Skírnir - 01.01.1940, Síða 222
Skírnir
Ritfregnir
219
mannanefndina 1839 og ’41; er tvívegis í biskupsstað (stiftspró-
fastur) 1823—’25 og 1845—’46 (og stóð jafnvel til boða að verða
biskup eftir Geir Vídalin, en vildi þá ekki þiggja það). Loks átti
bann sæti á tveimur fyrstu ráðgjafarþingunum (1845 og ’47) sem
varaþingniaður Reykjavíkur. Allt þetta sýnir hvílíkur athafna-
maður séra Árni hefir verið. Því meii'i furða er á því, hve fljótt
nafn hans hverfur úr meðvitund þjóðar hans. Má vel vera, að sú
„gagnrýni", sem bæði ,,Sunnanpósturinn“ (vegna málfars, sem á
honum var) og „Árna-postilla“ (vegna vöntunar á frumleika og
skynsemistrúarkeims) urðu fyrir i „Fjölni“ hjá upprennandi sonum
nýja tímans, hafi átt nokkurn þátt í því, hve löndum séra Árna
gleymdist fljótt mikil þakkarskuld þeirra við hann, fyrir alla hans
miklu athafnasemi á lífsleiðinni og vafalaus áhrif á menningar-
hagi vora.
Fyrir því er það mjög svo góðra gjalda vert af vorri hálfu,
að danski presturinn Finn Tulinius (íslenzkur að vísu í föðurætt,
en fæddur og uppalinn í Danmörku) hefir nú tekið sér fyrir hend-
ur að semja og gefa út allmikið rit um séra Árna, og þar sérstak-
lega um hann sem kennimann (eins og titill bókarinnar ber með
sér: „Arni Helgason og hans Helgidagaprédikanir"). Ritið er 20
arkir að stærð í stóru broti á gljápappír og prýtt 8 myndum. Tæp-
ur fjórði hluti ritsins er lýsing á æfiferli stiftprófasts, en hitt
mest allt um prédikanasafn hans hið prentaða. Það, sem þar segir
um æfiferil séra Árna, er flest áður kunnugt. Og sama er um sumt
það, er segir um prédikanirnar (að þær séu ekki frumlegar nema
að nokkru leyti — 23 sumpart þýðingar eða eftirstælingar prédik-
ana Skotans Hugh Blair, — en fram á það hafði Tómas Sæmundsson
þegar sýnt í Fjölni). Hið annað, sem fyrir höfundinum vakir, er
að kynna lesendunum hina trúarlegu og siðferðilegu lífsskoðun séra
Árna. í þvi skyni rekur höf. mjög vandlega aðalefni hverrar pré-
dikanar i höfuðdráttunum og gefur að síðustu á grundvelli þeirrar
i'akningar heildar-lýsingu prédikananna í níu minni köflum og
Verður aðalniðurstaðan þessi: Séra Árni er uppeldisfræðingur á
Prédikunarstólnum, kemur þar fram sem fulltrúi mildrar og greina-
góðrar skynsemistrúarstefnu, sem álítur að áhrifavald trúarbragða
°g kirkju sé haldbezta stoðin til að uppala þjóðir og einstaklinga
til að rækja skyldur sínar í lífinu. Honum er mest í mun að gera
almenningi skiljanlega trúarlærdóma kristindómsins. Hann trúir
fastlega á guðlega forsjón og efni prédikana hans, sem í mörgu
Púnna á ritgerðir fremur en á venjulegar prédikanir, er ki'istilega
mótuð lífspeki. Prédikanirnar lýsa góðum gáfumanni, gagnmennt-
Pðum mannkostamanni og mælskum talsmanni kristilegrar upplýs-
^ngar. — Þessi lýsing er hárrétt.
Rit þetta er, að því er aðalefni þess snertir, prédikunarfræðilegs
efnis („homiletiskt" visindarit) og margt af því að læra, sem hverj-