Skírnir - 01.01.1940, Page 223
220
Ritfregnir
Skírnir
um presti er gagnlegt. Það gæti orðið prestum, sem gæfu sér tíma
til að lesa það, gagnleg hvöt til þess að kynna sér kenningaraðferð
séra Árna Helgasonar, eins og hún kemur fram í postillu hans,
ekki sízt á nálægum tímum, þar sem fullmikið vill bera á fimbul-
fambi í prédikunum sumra presta. En hvað sem annars má segja
um kenningaraðferð séra Árna, þá er þar ekkert af fimbulfambs-
tæinu, en mikið af því, sem réttilega má kalla „kristilega mótaða
lifsspeki“.
Hafi höf. heiður og þökk fyrir hið vandaða ritverk sitt og fyrir
þann bautastein, sem hann hefir með því reist minningu eins af
prýðimönnum íslenzkrar kristni og kirkju á siðari tímum.
Jón Helgason.
Alfred Schultze: Zum altnordischen Eherecht. Leipzig 1939.
Præðimenn hefir greint á um margt í hjúskaparrétti fornger-
manskra þjóða, og það ekki um þau efni ein, sem minna máli skipta,
heldur jafnvel um höfuðatriði málsins, eðli hjúskaparins og stöðu
konunnar í hjónabandinu. Um þetta hvorttveggja getur m. a. að-
fei'ð sú, sem tíðkuð var við stofnun hjúskapar, gefið mikilvægar
bendingar. Sumir hafa talið, að mikilvægasta atriðið við stofnun
hjúskaparins hafi verið festarnar, sem samningur milli brúðgum-
ans annarsvegar og fastnanda konunnar sem lögráðanda hennav
hinsvegar, og að sá samningur hafi falið í sér raunveruleg kaup
á konunni af brúðgumans hálfu. Aðrir hafa verið þeirrar skoðunar,
að líta bæri á öll atvik hjúskaparstofnunarinnar í heild sinni og
ekki að eins festarnar einar, og talið, að það sem gæfi þeim gildi
og áhrif að lögum væri fyrst og fremst þátttaka ættingja beggja
hjónaefnanna í hjúskaparstofnuninni. Á síðustu árum hafa tvær
merkar ritgerðir um þetta efni birzt: „Die Eheformen der Urindo-
germanen“ eftir Edward Hermann í ritum Vísindafélagsins í Gött-
ingen (1934) og „Die Eheformen bei den Indogermanen" eftir
Paul Koschaker í Zeitschr. fúr auslándisches und internationales
Privatrecht (1937). Báðir reyna þeir að finna hvert hið uppruna-
lega hjúskaparform hafi verið með því, að bera saman rétt allra
indogermanskra þjóða, og hjá báðum hefir niðurstaðan oi'ðið sú,
að hjúskaparstofnunin hafi upphaflega aðallega verið kaup á kon-
unni, enda þótt Koschaker viðurkenni, að eignarréttur mannsins
að konunni hafi að ýmsu leyti verið sérstæður og takmarkaður á
mai'ga lund, bæði vegna þess hver tilgangur hjónabandsins var, og
einnig vegna ættingja konunnar.
Rit próf. Schultze, er hér skal getið, er skrifað gegn þessum
kenningum þeirra Hermanns og Koschakers. Höf. hallast eindregið
á þá skoðun, að því er fornnorrænan hjúskaparrétt snertir, að stofn-
un hjónabandsins hafi engan veginn aðallega verið kaup brúðgumans