Skírnir - 01.01.1940, Side 227
224
Ritfregnir
Skírnir
hafði í honum festst í æsku. Er allt skilmerkilega og málamannlega
rakið hjá höf., þó auðvitað verði að taka nokkuð með augum trúar-
innar á ættartölum, sem raktar eru til Auðar djúpúðgu og annarra
stórlaxa islenzkrar fornaldar. Bókin er auk þess nytsamleg fyrir
oss á annan veg, því að henni fylgir góð lýsing á landi og þjóð, sögu
hennar, framförum og nútíðarástandi, og þó nú sé i bili ekki mæl-
andi við heiminn af skynsamlegu viti, verður að vona, að hann
komist einhvern tíma áður en lýkur svo í lag, að hann leggi eyrun
við öði'u en fallbyssudrunum og áróðursfréttum, og þá mun slík
bók gera okkur sitt gagn. Höf. hefir komið hingað til lands og þá
viðað að sér fróðleik þeim um land vort, sem hann býður lesend-
um, og enda þótt ekkert af því byggist á sjálfstæðri rannsókn, hef-
ir hann þó tekið rétt eftir og fer rétt með, en það gera ekki allir,
sem eftir öðrum fara. Villur eru svo að segja engar um islenzk
málefni, og einkennilegt er það, að þegar ófróðleiks gætir um menn
i bókinni, þá eru það útlendir menn, en hvergi þó svo að saki.
Það er nógu eftirtektarvert um áhrif rita síi'a Jóns Sveinssonar,
að þau skulu vera svo kunn i Tékkóslóvakíu, að þar sé hægt og
nauðsynlegt að rita bók um hann og þau; það sýnir vinsældirnai'.
Höf. skal þakkað fyrir ritið, bæði að því leyti, sem það heldur
á lofti nafni landa vors, og eins vegna þeirrar almennu þekkingar
á íslandi, sem það býður lesendum sínum. Þess ber og að geta, að
ritið er prýðilega samið — eða svo sýnist af þýzka textanum —,
og er höf. ritfær maður í bezta lagi. G. J.
Þórir Bergsson: Sögur. Isafoldarprentsmiðja h.f.
Það eru nú 27 ár síðan eg fyrst sá smásögu eftir Þóri Bergsson
(Þorstein Jónsson) og fékk þá ánægju að birta hana í „Skirni“.
Það var ,,Brosið“, og eg man, að hún vakti allmikla athygli, þó að
stutt væri, og margir vildu vita, hver höfundurinn væri. Það var
enginn viðvaningsblær á þeirri sögu. Þarna var höfundur, sem í
öi'stuttu máli gat brugðið upp leiksviði, skákað fram persónum og
látið þær tala saman, svo að leiftri brá yfir eðli þeirra og aðstöðu
og lesandinn fann eiminn af sál þeirra. — I þeim 22 sögum, sem
hér birtast, er slegið á marga strengi; en hvort sem atvikin ei'U
kýmileg, grátbrosleg, ömurleg, ægileg, viðkvæm eða tregasár, þa
fipast höfundinum aldrei tökin. Yfir allri meðferð hans er hinn
tigni bjarmi sannrar listar, og það er engin hætta á því, að Þórir
Bergsson fái ekki öruggan sess í íslenzkum bókmenntum.
G. F.
Gunnar Gunnarsson: Trylle og andet Smaakram. Gyldendalske
Boghandel. Nordisk Forlag. Köbenhavn MCMXXXIX.
Mannlýsingar Gunnars Gunnarssonar eru það, sem mest ber a
og mest snilld er á hjá honum, en hann kann einnig að lýsa náttúr-