Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 229
226
Ritfregnir
Skírnir
hann hefir séð í skáldadraumum sínum. En höfum við ekki allir
þá sögu að segja, að dagurinn nær ekki draumnum að fegurð, og:
að öll okkar verk verða baugabrot? Eru það ekki örlög mannanna
yfirleitt — og skáldanna alveg sérstaklega? En sætt er sameigin-
legt skipbrot, og við treystum því líka, að við verðum ekki skip-
brotsmenn, um það er lýkur. Jakob Jóh. Smári.
William Shakespeare: Leikrit. Macbeth, Hamlet, Óthelló, Rómeó’
og Júlía. Matthías Jochumsson hefir íslenzkað. 2. útg. Utgefandi
Magnús Matthíasson, Rvík 1939.
Ljómandi vönduð og smekkleg útgáfa af Shakespeare-þýðingum
Matthíasar, sem lengi hafa verið uppseldar. Þær eru einhverir feg-
urstu gimsteinar íslenzkra þýðinga og fágæt nautn að lesa, hverj-
um, sem skyn ber á slíka hluti. G. F.
íslenzkar þjóðsögur. Safnað hefir Ólafur Davíðsson. II. bindi-
Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson. Akureyri, 1939.
Eins og kunnugt er, safnaði Ólafur Davíðsson, hinn góðkunni
fræðimaður, þjóðsögum í mörg ár. Gekk hann að því starfi með
sínum alkunna dugnaði og átti að lokum geysimikið safn þjóðsagna.
Sem sýnishorn af því gaf hann út dálítið kver með þjóðsögum
árið 1895, og hafði þá ekkert komið út af því tagi í rúm 30 ár
eða síðan Þjóðsögur Jóns Árnasonar komu út. Kver Ólafs seldist
rétt strax upp. Var það endurprentað 1899, og hefir sú útgáfa
einnig lengi verið ófáanleg, en í þessu kveri eru margar ágætar
sögur og æfintýri, sem náð hafa miklum vinsældum. Eftir fráfall
Ólafs (1903) lá safn hans óhreift um langan tíma, unz Þorsteinn
M. Jónsson á Akureyri hóf að gefa safnið út, og kom fyrsta bindi
þess á bókamarkaðinn árið 1935. Hefir sala þess gengið það vel,
að útgáfan getur haldið áfram, og nú er komið út annað bindi,
álika stórt og hið fyrsta, eða alls 392 bls. að stærð. Enn er þó
mikið óprentað af góðum sögum, að því er útgefandi hermir, og
auk þess er hugmynd útgefanda að láta prenta í safni þessu sög-
urnar, sem birtust í kveri því, er áður var getið, ásamt sögum
eftir Ólaf, er út komu í Huld á sínum tíma. Er því von á að minnsta
kosti einu bindi í viðbót, en sala fyrri bindanna ræður mestu um,
hve fljótt það getur komið. Jónas Rafnar yfirlæknir hefir verið
önnur hönd útgefanda um útgáfuna, og eiga þeir báðir lof skilið
fyrir alúð sína og vandvirkni.
Sögunum í einstökum bindum er flokkað eftir efni, og er flokka-
skipting hin sama að mestu eins og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Langflestar sögurnar hefir Ólafur Davíðsson skrásett sjálfur, eft-
ir sögum ýmissa manna. Ólafur hefir verið góður skrásetjari þjóð-
sagna. Hann hefir hið rétta hugarfar þjóðsagnamannsins og lifir
sig inn í anda þeirra og efni. Hans sögur eru því kjarninn í safn-