Skírnir - 01.01.1940, Qupperneq 231
228
Ritfregnir
Skírnir
á eitt orðatiltæki, sem talizt getur til lýta. Það er dönskuslettan að
vara við: haldast, vara, sem kemur fyrir á tveim stöðum (bls. 41
og 128).) Eigi virðist hann orð skorta, hvað er hann vill segja, og
vel kemst hann oft að orði. Það er því bæði gagn og gaman að lesa
sc'gur Jakobs, og má enginn láta þær fram hjá sér fara, er fylgjast
vill með því, sem þezt er ritað nú á landi hér.
Einhver skemmtilegasta og bezta sagan i bókinni er hin fyrsta,
Forboðnu eplin. Þorbergur karlinn er bráðlifandi persóna, óheflað-
ur og ósnortinn af siðlæti menningarinnar, kemur til dyranna eins
og hann er klæddur, beint úr sinu afskekkta byggðarlagi, þar sem
menn hafa lært þau einföldu lífssannindi, að fyrst verður maðurinn
að þjarga sér eins og bezt gengur með þvi að sækja björg í bú
náttúrunnar til sjós og lands í kringum sig. Þetta gerir manninn
einfaldan í sniðunum, nokkuð hrjúfan í viðmóti og öldungis hé-
gómalausan, en á hinn bóginn sterkan í eðli og lífsþróttugan. Það
er von, að nokkur árekstur verði milli þessa manns og hins siðfág-
aða borgarbúa, prestsins, er gamli maðurinn kemur á heimili hans
og dóttur sinnar til veru og hvíldar í ellinni, og það kemur ekki á
óvart, að sú dvöl verður skammær, — og hinn þróttmikli náttúru-
sonur skilji, þótt aldraður sé, vinnukonu hinna barnlausu og
hneyksluðu prestshjóna eftir barni aukna, er hann fer af heimili
þeirra. Sagan Bleik lauf er einnig prýðilega gerð, af hárvissri ná-
kvæmni og skilningi á sálarhræringum persónanna, ekkjunnar og
matþegans hennar, sem dragast hvort að öðru samkvæmt lögmáli
aldurs þeirra og eðlis. Hversu ólíkt er samband þeirra hinum bloss-
andi krafti fyrstu ástar og þó jafnsatt og hún. Eg nefni aðeins hin-
ar sögurnar, þvi að rúmið leyfir ekki nánara umtal. Þær heita
Dimmir dagar, Atta pró mill, Með tímans straumi, Elliglöpin, Kon-
an við leiðið og Dæmdur maður. Hafa þær allar til sins ágætis nokk-
uð. Jakob Thorarensen er löngu orðinn svo fastur í skáldasessi, svo
smekkvís og kröfuharður við sjálfan sig, að hann lætur ekki annað
ei kjarnmeti frá sér fara. Guðni Jónsson.
Helga Þ. Smári: HljóSlátir hugir og fleiri sögur. Bókaverzlun
Guðmundar Gamalíelssonar. Reykjavík 1939.
Hér er nýr höfundur á ferðinni, kona, sem kveður sér hljóðs á
þingi söguskálda vorra, yfirlætislaus og smekkleg í stil og frásögn,
hlý og mild í hugsun. I bókinni eru sjö sögur, ýmislegs efnis,
skemmtilegar afljstrar. Fyrsta sagan og sú er bókin tekur nafn af,
Hljóðlátir hugir, er ein af beztu sögunum. Þar er lýst hljóðri og
umberandi sjálfsafneitun stúlku, sem elskar sóknarprest sinn, ung-
an og glæsilegan mann, en ást hennar er ekki endurgoldin, og hún
verður að bera harm sinn í hljóði. Á hinn bóginn festir presturinn
ást á systur hennar, en skyldan við kall og embætti veldur því, að
hann verður að afsala sér hamingju ástarinnar. Verður hann svo