Skírnir - 01.01.1940, Page 236
Skírnir
Skýrslur og reikningar
III
Forseti til 1942 var kosinn dr. Guðmundur Finnbogason með
185 atkvæðum.
Varaforseti til 1942 var kosinn Matthías Þórðarson þjóðminja-
vörður með 179 atkvæðum.
í fulltrúaráð voru kosnir:
Ólafur Lárusson prófessor til 1946 með 167 atkvæðum og dr.
Þorkell Þorkelsson til 1946 með 160 atkvæðum. —* Ýmsir aðrir
fengu 5 atkvæði og þaðan af færri“. — Greidd gild atkvæði 191.
6. Þá tók fundarstjóri, hr. bókavörður Benedikt Sveinsson, til
máls og þakkaði stjórninni fyrir, hve vel hún héldi í horfinu um
útgáfu þjóðlegra og nytsamlegra, alíslenzkra bóka. Bað hann fund-
armenn taka undir orð sín og votta stjórninni traust og þakklæti.
Gerðu fundarmenn það með því að standa upp. — I sambandi við
þetta bar hr. Eggert P. Briem fram þá ósk, að stjórnin reyndi að
halda betur í horfinu fjárhag félagsins. Hr. Steinn Dofri fór nokkr-
um vel völdum orðum um útgáfu bóka hér á landi á síðustu árum,
bæði félaga og einstakra manna. Hr. Jón Normann Jónasson kenn-
ari tók í hinn sama streng og ræddi einkum um léttvægi ýmsra
þeirra rita, er nú væri dreift út meðal almennings. Kvaðst hann
bera það traust til Bókmenntafélagsins, að því mætti takast að
ráða hér bót á með starfsemi sinni. Tóku nú fleiri til máls um
þetta. Hr. Steinn Dofri lagði til, að reynt yrði að fá því framgengt,
að bókaútgáfa fyrir fé úr Menningarsjóði kæmi meira undir Bók-
menntafélagið eða stjórn þess. Loks tók forseti til máls og fór
nokkrum orðum um bókaútgáfu félagsins og tilraun stjórnar þess
til að auka félagatöluna og bæta fjárhag félagsins.
Þá var fundargerð lesin upp og samþykkt, og síðan var fundi
slitið.
Benedikt Sveinsson.
Matthías ÞórSarson.
Reikningur
yfir tekjur og gjöld Hins íslenzka Bókmenntafélags fyrir árið 1939.
T e k j u r:
1. Styrkur úr ríkissjóði ............................. kr.
2. Tillög félagsmanna 1939:
a. Greidd .............................. kr. 7940,86
b. Ógreidd .............................— 1572,00
2800,00
9512,86
Flyt kr. 12312,86