Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 17
eimreiðin
Holdsveiki nútímans.
Syfilis hér og erlendis.
Tveir skæðuslu óvinir mannkynsins
eru vafalaust berklaveikin og syfilis.
Hvernig berklaveikin hefur teygt
armana inn á mikinn hluta íslenzkra
heimila er flestum kunnugt, enda
hefur hér á landi verið gert meira
til að létta undir með berklasjúkum
og bæta þeim heilsutjónið en dæmi
eru til í nokkru öðru landi, og er
það lofsvert og þjóðinni til sóma.
Vér höfum hinsvegar alt fram á
síðustu ár verið svo lánsamir að vera
að mestu lausir við hinn sjúkdóminn,
syfilis, sem nú þjakar stórþjóðunum
°9 vafalaust má telja illkynjaðasta kynsjúkdóm mannanna, og
lafnvel einn hinn versta sjúkdóm, sem nú þekkist hér á jörðu.
Því miður er þessi vágestur þó farinn að teygja klærnar
^ingað til lands, en honum hefur enn ekki tekist að ná hér
Mófestu neitt svipað því og í flestum öðrum menningarlöndum.
Þó að sjúkdómurinn hafi þráfaldlega borist og berist enn
í landið, hefur hann aldrei fest hér vel rætur, að minsta
kosfi ekki neitt svipað því og hinn kynsjúkdómurinn, lekand-
lnn, sem breiðist ískyggilega ört út hér á landi, einkum í
Reykjavíkurbæ.
Það þjóðarlán, að syfilis hefur ekki náð hér meiri tökum
®n raun er á, eigum vér fyrst og fremst að þakka fámenninu, —
hestir sækja þann sjúkdóm í mannhaf stórborganna, — og svo
rótgrónum, réttmætum ótta við þennan illræmdasta og mann-
skæðasta sjúkdóm veraldarinnar. Þar við bætist, að svo virðist
sem þjóðir, er norðarlega búa, hafi meira mótstöðuafi gegn
sjúkdómnum en suðurlandabúar. Það er t. d. athugunarvert,
21