Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 57
eimreiðin
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
361
Englabrynja síra ]óns hefur átt að verða þeim til verndar,
sem yrði fyrir ofsóknum af hálfu illra anda, sbr. síðasta
erindi kvæðisins:
Amen, þau orð á hríni, Englabrynjan á skíni
að ég sé Jesúmann; öllum, þeim hana kann.
í handriti frá síðara hluta 19. aldar, með hendi Brynjólfs
lónssonar frá Minna-Núpi,1) er varðveitt allmagnað særinga-
kvæði, Draumgeisli, og eignað þar síra Jóni Daðasyni. Eg
hef fundið þetta kvæði í fjórum öðrum handritum, og er síra
Jóni þar hvergi eignað kvæðið. Eitt þeirra handrita2) er
einnig með hendi Brynjólfs frá Minna-Núpi, skrifað að hans
sögn »eftir blöðum úr Flóa«, og er ekki samhljóða fyrnefndri
uppskrift hans.
Hin Draumgeislahandritin3 4) hygg ég vera frá 18. öld, en
ég ætla mér ekki að skýra nánara frá aldri þeirra né afstöðu
hér. í einu þeirra er Draumgeisli eignaður Þormóði skáldi
Eiríkssyni í Gvendareyjum (d. 1747), sem íslenzk þjóðtrú
hefur eins og kunnugt er gert að galdramanni og ákvæða-
skáldH), og er slíkt nóg til þess að þykja má vafamál að
eigna síra Jóni Daðasyni kvæðið að svo stöddu. Að vísu er
Það í einu handriti (Lbs. 1052, 8vo) næst á eftir broti úr
Englabrynju hans, en auðvitað sannar það ekkert í þessu efni.
Draumgeisli er 15 erindi. 1 síðasta erindi kvæðisins er
nafns þess getið: »Draumgeisla nefni ég dýran brag«. — —
10. erindi kvæðisins tekur af öll tvímæli um það, að hér er
um galdrasæringu að ræða, og gæti hún vel hafa verið stíluð
9egn sendingu eða draugi; erindið er á þessa Ieið:
Allir hlulir nú ami þér, brenni þinn bóiginn kviÖur;
af því að þú ert kominn hér, þær ilskukvaiir þú aetlaðir mér,
söktu nú, svartur, niður; argur, munu þaer lenda á þér,
ó, þú helvízka hundspottið, lastafullasti Lúcifer.5)
hafðu nú hvorki ró né frið,
1) Lbs, 1488, 8vo. — Eg þekti aðeins þetla hdr. af kvæðinu, þegar
^2 skriíaöi greinina „Alþingi árið 1685“ í Skírni 1930, sbr. bls. 225 þar.
2) Lbs. 378, 8vo.
3) Lbs. 685, 1052, 8vo; ]S. 495, 8vo.
4) Sbr. Þjóðsögur og munnmæli (útg. Jón Þorkeisson), Rv. 1899,
bls. 171—77.
5) Lbs, 1052, 8vo.