Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 90
394
DR. ANNIE BESANT
EIMREIÐIN'
eins og á Englandi, ætti tala skólabarna að vera 53 inilj-
eftir hlutfalli við íbúafjölda landsins. A stjórnarárum Eng-
lendinga hafa 22 hungursplágur gengið yfir landið1).
Þannig er ástand þeirrar þjóðar, sem um margar aldir var
með fremstu menningarþjóðum og auðugustu, eftir að Eng-
lendingar hafa sýnt á henni stjórnkænsku sína í liðuga hálfa
aðra öld.
Þegar dr. Annie Besant flutti búferlum austur til Indlands
árið 1893, var það hugsjón hennar að vinna fyrir frelsi þess-
arar fornfrægu þjóðar. Leit hún svo á, að ef þessari kúg-
un hvítra manna á stærstu þjóð Asíu héldi áfram, væri fyrir-
sjáanlegt, að af því mundi leiða kynþáttastríð.
Af þeim 1800 miljónum manna, sem jörðina byggja, eru
1000 miljónir búsettar í Asíu. Ef haldið er áfram að útiloka
Asíuþjóðirnar frá þeim óbygðu landflæmum, sem eru í hvítra
manna höndum, er óhjákvæmilegt að til stórtíðinda dragi.
Eina ráðið til að fyrirbyggja slíkt er að gera indversku þjóð-
ina jafnréttháa og önnur sjálfstjórnarríki innan heimsveldisins
brezka. Á þann hátt er hægt að sameina Austur- og Vestur-
lönd og innleiða öld samstarfs og friðar.
Evrópuþjóðir og Indverjar eru að mörgu leyti andstæður,
Er því ekki óeðlilegt, að þær þjóðir misskiljist, þegar þær
eiga saman að sælda. Sú heimsskoðun, sem mestu hefur ráðið
á Vesturlöndum er þannig, að maðurinn sé nokkurskonar
líkamsvél — líf mannsins sé afleiðing af efnabreytingum í
vélinni. Líf hans byrji með fæðingu og endi með dánardægri.
Alt uppeldi og löggjöf er miðað við þessa lífsskoðun. Fram-
kvæmdalifið verður því aðalatriðið með Vesturlandaþjóðum.
Austurlandabúinn lítur hinsvegar svo á, að ytri viðburðirnir
skifti ekki svo miklu máli. Innra lífið — viðburðirnir í hans
eigin sál — eru honum veruleikinn. Daglega lífið er í
augum hans skuggalíf — maya — í samanburði við lífið sjálft,
sem hann finnur starfa í hugsunum sínum og tilfinningum.
Dr. Annie Besant er það áhugamál, að sambandið slitni
ekki milli þessara þjóða, því hún lítur svo á, að samband
1) Tölur og upplýsingar eftir dr. A. Besant: „India, a Nation". Tekur
hún þær eftir opinberum skýrslum.