Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 54
358
ÍSLENZKAR SÆRINGAR
EIMREIÐIN
Með þessum særingum hugðist ]ón Quðmundsson að kveða
drauginn niður:
Flimlan alla værist viöur fimtán palla færist niöur
vanda bundinn gróöri, fjandinn undan hróðri.
Nítján síðustu erindi kvæðisins eru einskonar lofgerð til
drottins, og er síðasta erindið á þessa leið:
Þökkum drotni góða gjöf, sé honum jafnan sífelt lof
gæzku og náö margfalda, sungið um aldir alda.
Snjáfjallavísur síðari>) (ortar 1612) eru miklu magnaðri en
Snjáfjallavísur fyrri, enda hafa þær verið kallaðar rammasta
særingakvæði á íslenzku,1 2) og svo mun hafa verið talið, að
þær hafi riðið Snjáfjalladrauginum að fullu.
Þær hefjast á þessa leið:
Far niður, fýla,
fjandans limur og grýla,
skal þig jörö skýla,
en skeytin aursíla
þú skalt eymdur ýla
og ofan eftir stíla,
vesall, snauöur víla,
þig villi óheilla bríla
Hér skulu tilfærð tvö erindi úr Snjáfjallavísum síðari, ogverða
þau að nægja til að sýna tyrfni, fúkyrði og kraft kvæðisins:
Búkur strjúki burt vakur,
bolur óþolur í holur,
marður, baröur, meinsærður
meltist, smeltist, fráveltist;
dökkur sökkvi djöfulsskrokkur
í dimmu stimmu, þá rimmu;
okaður slokið ilskuhrak
hjá öndum, þeim fjöndum í böndum;
nisti hann svo niður
nálægur kliður,
skemdur, hrifinn,
skryktur, hnyktur,
skammur limur og liður
fyrir orðanna hniður
og ummælanna sniður.
Fúli fjandans bolur
fari í vítisholur;
angrist æ óþolur
hinn aumi heljarskolur;
þær flæmist argar fýlur
um fjögur þúsund mílur,
skrattans skemdargrílur
skreiðist frá með ýlur. —
Jón Guðmundsson lærði mun hafa talið sér skylt að gera
bragarbót, er hann hafði kveðið alt þetta níð og komið Snjá-
fjalladraug fyrir, enda orti hann þá kvæði eitt, er hann nefndi
Umbót eða Friðarhuggun. Með því mun hann hafa ætlað sér
1) Þær eru prentaðar í Huld V, bls. 22—31, en sú útgáfa þarf um-
bóta við. —
2) Ummæli dr. ]óns Þorkelssonar í Huld V, bls. 22.