Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 53
eimreiðin
ÍSLENZKAR SÆRINQAR
357
að fullu, en Jón varð heldur en ekhi frægur af þessu verki.
Snjáfjallavísur fyrri (ortar 1611) eru enn óprentaðar, en
finnast allvíða í handriti.1) Það er langt kvæði, 173 erindi í
þrem köflum, og hefst með þessu svipmikla erindi:
]esú dreyra, dauða og pín, set ég á millum mín og þín,
sem dregur oss æ frá grandi, myrkra sterkur ándi.
Fyrsti kafli kvæðisins hefst með inngangi, en síðan er sagt
frá því, að Lucifer (þ. e. djöfullinn), sem í öndverðu hafi
verið dýrlegur engill á himnum, hafi steypst þaðan niður í
undirdjúpin ásamt uppreisnarliðum sínum. Síðan er sagt frá
fjölgan djöflanna, og hvernig heimurinn hafi spilst við til-
komu þeirra. •
I öðrum kafla kvæðisins er sögð saga heimsins í stórum
dráttum að því leyti, er snertir satan, og hefst með því, að
hann freistar Adams og Evu í paradís. En loks er þess getið,
er Kristur endurleysir syndugt mannkyn með pínu sinni,
dauða, niðurstigning til heljar og upprisu á þriðja degi.
Sú var venja sumra þeirra manna, er ortu særingakvæði
hér á landi á 17. öld, að haga efnisvali svipað og Jón Iærði
gerir í öðrum kafla Snjáfjallavísna fyrri, að skýra í höfuð-
dráttum frá viðskiftum djöfulsins og mannkynsins. Þetta var
einskonar inngangur að sjálfum særingunum og virðist hafa
verið til þess að sýna fram á, að í raun og veru hefði satan
iafnan farið halloka í viðskiftunum, og að ekki væri ástæða
til að óttast mátt hans.
Þriðja og síðasta kafla Snjáfjallavísna fyrri verður að telja
siálfa særinguna. Þar er hrúgað saman all-mögnuðum heit-
■ngum og ekki hugsað um annað en hnoða þeim í rím. Þessi
hi’jú erindi nægja sem sýnishorn:
Þrýstur, kreistur fyrst sé fastur, skríði niður skauðið þrátt,
fjötri bitrum undinn, skammaður færður fýlu.
nístur, geistur, hristur, hastur
hrötuður titri bundinn. Hýddur, dæmdur harkahrymur,
Svíði viður gnauðið grátt
garmurinn særður pílu,
hættum bundinn móði,
níddur, flæmdur slarki slimur
sléttum undir óði.
•) Meðal annars í Cod. Holm. Papp 8:0, N:o 17; Hdrs. í. Bmf.
’Ob, 302, 4to. og 633 og 656, 8vo.; Lbs. 315, 4lo. og 211 og 1598, 8vo.