Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 52
356 ÍSLENZKAR SÆRINGAR eimreiðin
og verður aldrei fram hjá þeim alburði gengið í íslenzkri
bókmentasögu, enda þótt sum særingakvæði vor sé Iítill skáld-
skapur, jafnvel frá sjónarmiði sinnar aldar. Aðalatriðið er, að
þegar skáld vor tóku að yrkja særingar, fékk íslenzk galdra-
starfsemi um leið á sig þjóðlegri blæ en áður, og verður
ekki komist hjá því að víkja nokkuð nánara að þessu tiltæki
þeirra hér.
Veigamestu og mögnuðustu íslenzk særingakvæði, sem nú
eru kunn, eru Fjandafæluv þær, sem ]ón Guðmundsson lærði
(f. 1574) orti gegn Snjáfjalladraug á árunum 1611—’12.])
Um draugaganginn á Snjáfjöllum hefur myndast þjóðsaga,1 2)
og er Snjáfjalladraugur þar talinn sonur prestsins á Stað á
Snjáfjallaströnd, afturgenginn. I þessari þjóðsögu er drauga-
ganginum þannig lýst:
„Brátt varö draugur þessi mesta meinvætlur; hélt hann sig iöngum
í hlíðinni á Snæfjöllum og gerði ferðamönnum illar glettingar með grjót-
kasti og vmsum árásum. Sagt var og, að hann gengi Ijósum logum heima
á Snæfjöllum, bryti glugga og dræpi fénað föður síns og að hann sæli
oft um daga í baðstofu, þegar konur væru við ullarvinnu, og jafnan yrði
að skamta honum á kvöldum mat, sem öðru heimafólki". — — —
Hvort sem þessi lýsing segir nokkurn veginn rétt til urn
draugahræðslu manna á Snjáfjallaströnd eða eigi, er þó víst,
að þeim þótti mikils við þurfa að koma fyrnefndum draug
fyrir kattarnef, og var Þorleifur Þórðarson (Galdra-Leifi)
fenginn til að kveða hann niður, en við það magnaðist drauga-
gangurinn að því er Jón Guðmundsson lærði segir í ævidrápu
sinni, Fjölmóði, 46. erindi:3)
Þá gekk hið grimma Þorleifur skáld gott
grjótkast vestra þar var til sótlur,
á Snæfjalla Stað, en eftir það á gekk
til auðnar horfði; ait úr hófi.
Þegar ekki dugðu atgerðir Þorleifs Þórðarsonar, var leitað
til Jóns lærða Guðmundssonar, og orti hann þá fyrnefnd sær-
ingakvæði (Snjáfjallavísur), sem talið var að riði drauginum
1) Gegn þessu tiltæki Jóns ritaði síra Guðmundur Einarsson, prófaslur
á Staðastað svæsna árásarritsmíð, „Hugrás", árið 1627.
2) Sbr. Þjóðsögur ]óns Arnasonar I, bls. 260—62.
3) Safn tii sögu Islands og íslenzkra bókmenta V, 3, bls. 37.