Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 124
428
RAUÐA DANZMÆRIN
EIMREIÐItí
upplýsingar um önnur atriði, þótt enn væri ekki bein sönnun
fyrir því, að hún hefði látið þeim í té upplýsingar um hina
fyrirhuguðu sókn Frakka.
En svo kom sannleikurinn í málinu alt í einu í Ijós, eins
og þruma úr heiðskíru lofti. Nokkrum dögum eftir að Mata
Hari hafði verið staðin að svikum við flugmenn hersins,
barst henni bréf, áritað til hollenzku sendisveitarinnar í París.
Bréf þetta var ekki svar frá ungri og saklausri einkadóttur,
heldur beiðni um að framkvæma verk nokkurt, sem áður hefði
verið um talað, og þakkir fyrir veittar upplýsingar um sókn-
ina í Chemin des Dames. Var þess einnig getið, að Mötu
Hari mundi verða send borgun fyrir þessar upplýsingar strax
og búið væri til fulls að ganga úr skugga um áreiðanleik
þeirra.
Það verður aldrei upplýst, hve margir þeirra 25.000 fall-
inna, 60.000 særðra og 20.000 týndra hermanna, sem þátt
tóku í þessari óheillasókn, höfðu drukkið af eituibikar þess
unaðar, sem rauða danzmærin rétti þeim, er hún umgekst.
En þeir hafa verið margir. Um það geta þeir borið, sem enn
lifa og ekki hafa gleymt, hve ríkmannlega hún veitti og hve
ör hún var á bliðu sína. Menn skyldu nú ætla, að saga þessa
hættulega njósnara hefði nú senn verið á enda. En það er
öðru nær. II. deild stóð enn uppi ráðþrota gagnvart Mötu
Hari. Þrátt fyrir allar þær upplýsingar, sem franska lögreglan
hafði í höndum, þá var henni um megn að snerta svo mikið
sem eitt hár á höfði Mötu Hári.
Það er fágætt, að allir sendiherrar í höfuðborg þjóðríkis
séu sammála í sljórnmálum, en um annað eru þeir jafnan á
einu máli: að varðveita sem bezt þau réttindi, sem stöðu
þeirra fylgja. Vfir þessum réttindum er vakað, og að ganga
á þau er talinn álíka glæpur og að ráðast inn á hlutlaust land.
Þegar það komst upp, að stimamjúkur en óvarkár sendiherra
hefði notað sérréttindi sín til þess að koma til skila bréfum,
sem voru hættuleg öryggi þjóðarinnar, olli það undir niðrr
mikilli gremju meðal frönsku yfirvaldanna. En þau hlutu að
taka á málinu með mikilli varkárni. Það gat ekki komið til
mála að gera afglöp sendiherrans opinber, af því að það
mundi vekja samúð með honum og gremju innan sendisveita-