Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 74
378
HÉRAR
EIMREIÐItf
hvað fyrir svona skjallahvítu á plötunni. Ég horfi á hann dá-
litla stund; enn stendur hann alveg grafkyr sem áður. Betra
skotmál en þetta er ekki hægt að hugsa sér, enda féll hann
dauður við næsta skot frá mér. Þá tók hinn hérinn á rás,
og hvarf hann mér alveg.
Hérar þessir voru álíka að þyngd og tveir meðalkettir hvor,
alveg skjallahvítir að lit,
hárið mjúkt og þétt, sér-
staklega að ofanverðu,
gisnara á kviðnum. Ketið
er afbragðsgott, mjög líkt
rjúpuketi.
Af því að fólk hér
þekkir lítið til héra al-
ment, ætla ég að leyfa
mér að lýsa þeim ofur-
lítið.
Hérar eru víðast hvar
um allan heim!), margar
tegundir, og talsvert frá-
brugðnar hver annari, eftir
því hvernig umhverfið er,
sem þeir lifa í. Þeir eru
nagdýr, lifa af ýmiskonar
blöðum og jurtum, helzt
safamiklum. — í hörkum
nagar hérinn stundum
börk af trjám og getur
því valdið nokkrum skemdum á skógi. Einnig getur komið
fyrir, að hann valdi skemdum á ræktuðu landi, þar sem þétt-
býlt er og hann hefur fengið næði til að tímgast of ört. En
þar sem maðurinn hefur ekki raskað jafnvægi náttúrunnar,
t. d. með því að útrýma rándýrum, þá er varla hætta á, að
aukningin verði um of, enda þótt viðkoman sé mikil. Alls-
A héraveiðum. (Myndin er frá Goflu-
leiðangrinum sumarið 1929).
1) Af stærri löndum munu það aðeins vera Ástralía og Madagaskar,
sem þeir hafa ekki átt heima í upprunalega; fyrir innflutning eru þeir
orðnir almennir í þessum löndum.