Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 99
EIMREIÐIN
BIÐIN
403
Síðan höfðu þau aldrei vitað hvað af henni varð. Sá orð-
rómur gekk að vísu í Monlpellier, og ýmsir þóttust hafa
sönnur fyrir því, að hún byði sig fyrir peninga í Marseille,
en allir forðuðust að láta það koma til eyrna gömlu hjón-
anna. Þau voru mestu sæmdarmanneskjur, sem öllum þótti
vænt um. Hann hafði verið orgelspilari við stærstu kirkjuna
bar í borginni. En eftir að hann misti sjónina, varð hann að
hætta því starfi. Þau voru líka svo vel efnum búin, að þau
9átu lifað áhyggjulausu lífi án þess. Anna hafði fengið mikinn
arf eftir foreldra sína, sem áttu stórar vínekrur þar úti í
sveitinni.
En líf þeirra hafði verið ákaflega gleðisnautt. Eftir að
Vvonne yfirgaf þau, lifðu þau alveg út af fyrir sig og um-
gengust varla nokkurn mann. Þau sátu daginn út og daginn
inn þarna í dagstofunni. Hún var við vinnu sína, en hann
dottaði í hægindastólnum sínum. Stundum spilaði hann á
fiðluna lögin, sem hann hafði spilað áður en hún fór. Þá
haetti gamla konan að vinna og sat grafkyr með lokuð augu.
Því að í spili hans birtist Yvonne, gáskafulla stúlkan þeirra.
Þau sáu hana alt af eins og þegar hún var innan við tvítugt.
En hvernig leit hún út núna? Þau þorðu aldrei að hugsa
um það.
Nú þegar þau sátu þarna þessa hlýju jólanótt, og kyrðin
ríkti alstaðar í kringum þau, þá tók hann hægt fiðluna og
strauk boganum um hana. Spilið var í fyrstu fálmandi, eins
og hann væri að leitast við að rifja upp fyrir sér lag, en
smám saman urðu tökin fastari, og hann fór að spila vöggu-
Ijóðin, sem Anna hafði raulað fyrir Vvonne fyrir löngu, löngu
síðan. Úr tónunum reis æska hennar, hlátur og gleði, úr
beim risu þeir óumræðilega skýrir dagarnir, þegar þau voru
hamingjusöm. — Það fóru dræitir um andlit öldungsins, og
9rannur likami gömlu konunnar skalf af ekka.
En einmitt þegar hann var að spila, þá kom kona eftir
hvítum veginum. Hún heyrði lagið, þegar hún átti skamt eftir
að húsinu, og hún nam jafnskjótt staðar og hallaði sér upp
að cýprusviði, sem stóð rétt við veginn. Hún stóð þar graf-
kyr og starði á gluggann, sem tónarnir bárust út um. Út um
9luggann féll líka ljósrák, og einmitt í henni stóð hún — hún,