Eimreiðin - 01.10.1930, Blaðsíða 119
CIMREIÐIN
Rauða danzmærin.
Eftir Thomas Coulson.
Framh. frá síöasta hefti.
Mata Hari á vígstöðvunum.
Eftir að Mata Hari kom til Vittel, tók hún að reyna að
koma áformum sínum í framkvæmd. Marov var svo veikur,
að hún mátti ekki dvelja við rúm hans nema stuttan tíma á
da9- Það var hávetur og fátt um þau þægindi í þessari
sundurskotnu borg, sem Mata Hari og hennar líkar lifa við.
Engin orð fá lýst þeim ömurleik, sem hvíldi yfir borgunum
°9 þorpunum bak við herlínuna í Frakklandi rigningaveturinn
1916 —’17. Mata Hari leitaði afþreyingar meðal hermannanna
1 grendinni og þeirra, sem áttu leið um borgina. Umferðin
hafði skyndilega aukist svo, að það var eins og franski her-
,an hefði margfaldast, og á hverjum degi mátti sjá ný andlit
1 Vittel. Mata Hari miðlaði ölium aðkomuliðsforingjum af
hlíðu sinni eftir föngum, og eðlilega tóku þeir fegins hendi
við þeim unaðssemdum, sem þeim stóð til boða. Þessir menn
uissu, að þeirra beið ekki annað framundan en skotgrafirnar
°9 dauðinn. Hversvegna skyldu þeir hafna þeim lystisemdum,
sem hin fagra og gestrisna Mata Hari gat veitt þeim? Þeir
höfðu orðið að snúa baki við öllu því fagra og göfuga í líf-
inu um leið og þeir lögðu upp til herstöðvanna. Dýrslegar
hvatir urðu sterkasti þátturinn í eðli þeirra. Engir tóku þeim
t>ar fram nema úttaugaðir hermennirnir úr skotgröfunum,
sem þeir áttu að leysa af hólmi. Þessir menn úr skotgröfun-
Um, gripu fyrsta tækifærið, sem þeim bauðst, til að njóta lífs-
ins, eftir að hafa búið við hörmungar skotgrafanna vikum
saman. í mestu uppáhaldi hjá Mötu Hari voru flugmennirnir
há hetfylkjunum í grendinni, — þessar ungu hetjur, sem háðu
látlaust stríð við dauðann í ótal myndum og fundu geigvæn-
lega hrifningu í ógnum starfsins. Þessir menn nutu sérstakrar
náðar. Þeim var tekið opnum örmum, og fyrir frásagnir þeirra